Enski boltinn

Gaf til kynna að hann ætli á markaðinn í janúar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Solskjær á blaðamannafundinum eftir leikinn í gær.
Solskjær á blaðamannafundinum eftir leikinn í gær. vísir/getty

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, gaf það til kynna á blaðamannafundi eftir leikinn gegn AZ Alkmaar í gær að United gæti farið á markaðinn í janúar.

Manchester-liðið rúllaði yfir Hollendinganna í síðari hálfleik eftir að staðan hafi verið markalaus í hálfleik. United skoraði fjögur mörk á ellefu mínútna kafla og gerði út um leikinn.

„Það voru ekki fljúgandi bollar í hálfleik. Við þurftum bara gera þetta saman og gera það sem við erum góðir í,“ sagði Norðmaðurinn í leikslok.

Næst var hann spurður út í leikmannamarkaðinn.

„Við erum að leitast eftir styrkingum í ákveðnum stöðum,“ sagði Solskjær en talið er að liðið sé að lenda undir í baráttunni við Liverpool um Takumi Minamino.







Solskjær segir að þó að leikmannahópurinn færist nær því að vera eins og hann vill að hópurinn líti út, þá þurfi tvo eða þrjá leikmenn til.

„Við erum að komast nær því en við þurfum tvo eða þrjá leikmenn til þess að hafa nægilega marga leikmenn.“

Man. United mætir Gylfa Sigurðssyni og félögum í Everton um helgina.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×