Enski boltinn

Sol­skjær talaði um Greenwood og Roon­ey eftir stór­sigurinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Greenwood fagnar í gær.
Greenwood fagnar í gær. vísir/getty

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, gat ekki annað en hrósað hinum unga Mason Greenwood í hástert eftir 4-0 sigur liðsins á AZ Alkmaar í Evrópudeildinni í gær.Staðan var markalaus í hálfleik en í síðari hálfleik settu heimamenn í fluggírinn. Greenwood gerði tvö mörk og elstu menn vallarins, þeir Ashley Young og Juan Mata, bættu við sitt hvoru markinu.Hinn átján ára gamli Greenwood fékk mikið hrós á blaðamannafundinum eftir leikinn.„Ég hef örugglega sagt þetta allt áður svo þetta er ekkert nýtt það sme hann er að gera. Og svo á morgun fer hann örugglega á æfingu og skorar fleiri. Hann hefur alltaf skorað. Það er náttúrulegt fyrir hann,“ sagði Norðmaðurinn.„Því nær sem hann kemst markinu því hættilegri verður hann. Hægri fótur, vinstri fótur. Örugglega martröð fyrir varnarmenn. Hann þarf að bæta skallatæknina og þá getur hann verið frábær framherji.“

Aðspurður um hvort Greenwood sé sá besti á sínum aldrei svaraði Norðmaðurinn:„Ég hef séc nokkra góða unga leikmenn. Ég spilaði með Wayne Rooney en ef þetta snýst bara um að klára færin þá er Mason einn sá besti sem ég hef séð.“„Það var aldrei spurning um að senda hann á lán. Það var ákvörðun sem var tekinn á undirbúningstímabilinu eða seint á síðustu leiktíð,“ sagði Norðmaðurinn sem hefur greinilega mikla trú á Englendingnum.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.