Sport

Sara hrósaði sigri í Dúbaí | Björgvin fjórði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sara með íslenska fánann á verðlaunapalli.
Sara með íslenska fánann á verðlaunapalli. mynd/skjáskot

Sara Sigmundsdóttir hrósaði sigri á Dubai CrossFit Championship. Mótinu lauk í dag.

Sara fékk 967 stig, 26 stigum meira en Karin Frey frá Slóvakíu sem varð önnur. Samantha Briggs frá Bretlandi lenti í 3. sæti.

Sara var með góða forystu fyrir síðasta keppnisdaginn og lét hana ekki af hendi. Engu breytti þótt hún endaði í 5. sæti í síðustu greininni.

Sara vann tvær greinar, lenti þrisvar sinnum í 2. sæti og tvisvar sinnum í því þriðja.

Eik Gylfadóttir hafnaði í 13. sæti. Fyrir lokadaginn var hún í því sautjánda og hækkaði sig því um fjögur sæti.

Björgvin Karl Guðmundsson endaði í 4. sæti í karlaflokki. Hann varð í 3. sæti í síðustu greininni og fékk alls 818 stig.

Brent Fikowski frá Kanada varð hlutskarpastur en hann fékk 949 stig. Landi hans, Patrick Vellner, varð annar með 922 stig. Rússin Roman Khrennikov endaði í 3. sæti með 913 stig.

Útsendingu frá lokadegi mótsins má sjá hér fyrir neðan.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.