Sport

Sara hrósaði sigri í Dúbaí | Björgvin fjórði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sara með íslenska fánann á verðlaunapalli.
Sara með íslenska fánann á verðlaunapalli. mynd/skjáskot

Sara Sigmundsdóttir hrósaði sigri á Dubai CrossFit Championship. Mótinu lauk í dag.Sara fékk 967 stig, 26 stigum meira en Karin Frey frá Slóvakíu sem varð önnur. Samantha Briggs frá Bretlandi lenti í 3. sæti.Sara var með góða forystu fyrir síðasta keppnisdaginn og lét hana ekki af hendi. Engu breytti þótt hún endaði í 5. sæti í síðustu greininni.Sara vann tvær greinar, lenti þrisvar sinnum í 2. sæti og tvisvar sinnum í því þriðja.Eik Gylfadóttir hafnaði í 13. sæti. Fyrir lokadaginn var hún í því sautjánda og hækkaði sig því um fjögur sæti.Björgvin Karl Guðmundsson endaði í 4. sæti í karlaflokki. Hann varð í 3. sæti í síðustu greininni og fékk alls 818 stig.Brent Fikowski frá Kanada varð hlutskarpastur en hann fékk 949 stig. Landi hans, Patrick Vellner, varð annar með 922 stig. Rússin Roman Khrennikov endaði í 3. sæti með 913 stig.Útsendingu frá lokadegi mótsins má sjá hér fyrir neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.