Enski boltinn

Man. United með færri stig en þegar Mourinho var rekinn á þessum degi í fyrra

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Mourinho í síðasta leiknum sem knattspyrnustjóri Manchester United.
Jose Mourinho í síðasta leiknum sem knattspyrnustjóri Manchester United. Getty/Robbie Jay Barratt

Jose Mourinho þurfti að taka pokann sinn á Old Trafford á þessum degi fyrir nákvæmlega einu ári síðan.

Manchester United rak þá knattspyrnustjórann sinn í kjölfarið á 3-1 tapi fyrir Liverpool en United hafði þá aðeins unnið 7 af fyrstu 17 leikjum sínum og var nítján stigum á eftir efsta lið deildarinnar.

Ole Gunnar Solkskjær settist tímabundið í stjórastólinn en vann sex fyrstu deildarleikina og situr þar ennþá.



Menn hafa hins vegar bent á það að Manchester United liðið er með færri stig á þessu tímabili en það var þegar Mourinho var rekinn 18. desember 2018.

Lið Solskjær hefur reyndar gert fleiri jafntefli og fengið níu færri mörk á sig en lið Mourinho var ofar í hinum tölfræðiþáttunum eins og sjá má hér fyrir ofan.

Það fylgir líka sögunni að lið Solskjær hefur tekið 11 stig (af 15 mögulegum) á móti „stóru“ liðum ensku úrvalsdeildarinnar í vetur en fyrir ári síðan hafði lið Mourinho aðeins náð í 2 stig (af 15 mögulegum) á móti þeim stóru.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×