Tónlist

Sjáðu þegar Páll Óskar og Stuðlabandið gerðu allt vitlaust í Mosó í sumar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Páll Óskar og meðlimir Stuðlabandsins fóru á kostum í Mosó í sumar.
Páll Óskar og meðlimir Stuðlabandsins fóru á kostum í Mosó í sumar.

Sveitin skemmtilega Stuðlabandið hélt stórtónleika á sumarhátíðinni Í túninu heima í Mosfellsbæ í sumar.

Síðasta lag kvöldsins tók bandið með Páli Óskari og var um að ræða eitt af hans þekktustu lögum, Ég er eins og ég er.

Stuðlabandið frumsýndi um helgina upptöku af flutningnum á Facebook-síðu bandsins og var stemningin greinilega rosalega í Mosó.

Þetta var lokalag kvöldsins og má sjá upptökuna hér að neðan.

Hljóð- & myndvinnsla: Fannar Freyr Magnússon
Upptökustjórn: Marinó Geir Lilliendahl
Myndataka: Eiríkur Þór Hafdal

Klippa: Páll Óskar og Stuðlabandið - Ég er eins og ég erAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.