Menning

Tilnefningar til Fjöruverðlauna liggja fyrir

Andri Eysteinsson skrifar
Tilnefningarnar voru kynntar á borgarbókasafninu í dag.
Tilnefningarnar voru kynntar á borgarbókasafninu í dag. Mynd/Fjöruverðlaunin
Níu bækur, í þremur flokkum voru í dag tilnefndar til Fjöruverðlaunanna 2020 við athöfn á Borgarbókasafninu í miðbæ Reykjavíkur.

Fjöruverðlaunin, sem eru árleg bókmenntaverðlaun kvenna á Íslandi eru veitt í þremur flokkum, flokki fagurbókmennta, flokki fræðibóka og rita almenns eðlis og flokki barna- og unglingabókmennta.

Í flokki fagurbókmennta hlutu tilnefningu:

Svanafólkið eftir Kristínu Ómarsdóttur

Okfruman eftir Brynju Hjálmsdóttur

Svínshöfuð eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur

Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis eru tilnefndar:

Öræfahjörðin: Saga hreindýra á Íslandi eftir Unni Birnu Karlsdóttur

Jakobína: Saga skálds og konu eftir Sigríði Kristínu Þorgrímsdóttur

Listin að vefa eftir Ragnheiði Björk Þórsdóttur

Í flokki Barna- og unglingabókmennta eru eftirfarandi bækur tilnefndar:



Kjarval: Málarinn sem fór sínar eigin leiðir eftir Margréti Tryggvadóttur

Kennarinn sem hvarf eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur

Villueyjar eftir Ragnhildi Hólmgeirsdóttur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×