Menning

Tilnefningar til Fjöruverðlauna liggja fyrir

Andri Eysteinsson skrifar
Tilnefningarnar voru kynntar á borgarbókasafninu í dag.
Tilnefningarnar voru kynntar á borgarbókasafninu í dag. Mynd/Fjöruverðlaunin

Níu bækur, í þremur flokkum voru í dag tilnefndar til Fjöruverðlaunanna 2020 við athöfn á Borgarbókasafninu í miðbæ Reykjavíkur.

Fjöruverðlaunin, sem eru árleg bókmenntaverðlaun kvenna á Íslandi eru veitt í þremur flokkum, flokki fagurbókmennta, flokki fræðibóka og rita almenns eðlis og flokki barna- og unglingabókmennta.

Í flokki fagurbókmennta hlutu tilnefningu:

Svanafólkið eftir Kristínu Ómarsdóttur

Okfruman eftir Brynju Hjálmsdóttur

Svínshöfuð eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur

Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis eru tilnefndar:

Öræfahjörðin: Saga hreindýra á Íslandi eftir Unni Birnu Karlsdóttur

Jakobína: Saga skálds og konu eftir Sigríði Kristínu Þorgrímsdóttur

Listin að vefa eftir Ragnheiði Björk Þórsdóttur

Í flokki Barna- og unglingabókmennta eru eftirfarandi bækur tilnefndar:

Kjarval: Málarinn sem fór sínar eigin leiðir eftir Margréti Tryggvadóttur

Kennarinn sem hvarf eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur

Villueyjar eftir Ragnhildi Hólmgeirsdóttur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.