Sport

Í beinni í dag: Valdís Þóra, stórleikur í Safamýrinni og tvíhöfði í Mosfellsbænum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valur og Fram mætast í stórleik í Olís-deild kvenna klukkan 14:00.
Valur og Fram mætast í stórleik í Olís-deild kvenna klukkan 14:00. vísir/bára

Tólf viðburðir verða í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Sýnt verður frá golfi, handbolta og fótbolta.

Valdís Þóra Jónsdóttir keppir á Magical Kenya Ladies Open, lokamóti tímabilsins á Evrópumótaröðinni. Valdís er í 57. sæti á sex höggum yfir pari eftir fyrstu tvo hringina á mótinu.

Einnig verður sýnt beint frá AfrAsia Bank Mauritius Open og Hero World Challenge.

Tveir leikir í Olís-deild kvenna í handbotla verða sýndir beint; toppslagur Fram og Vals og leikur Aftureldingar og Stjörnunnar.

Mosfellingar og Garðbæingar mætast einnig í Olís-deild karla og verður sá leikur líka sýndur beint.

Í hádeginu verður sýnt beint frá grannaslag Huddersfield Town og Leeds United í ensku B-deildinni. Með sigri kemst Leeds á topp deildarinnar.

Real Madrid og Barcelona, tvö efstu lið spænsku úrvalsdeildarinnar, verða bæði í eldlínunni. Real Madrid tekur á móti Espanyol og Barcelona fær Mallorca í heimsókn. Leikur Granada og Alavés verður einnig sýndur.

Í kvöld er stórleikur Lazio og Juventus á dagskrá. Þarna mætast liðin í 2. og 3. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar. Leikur Udinese og Napoli verður sömuleiðis sýndur.

Allar upplýsingar um beinar útsendingar og dagskrá sportrása Stöðvar 2 má sjá hér.

Beinar útsendingar í dag:
07:30 AfrAsia Bank Mauritius Open, Stöð 2 Golf
11:30 Magical Kenya Ladies Open, Stöð 2 Sport 4
11:55 Real Madrid - Espanyol, Stöð 2 Sport 2
12:25 Huddersfield - Leeds, Stöð 2 Sport
13:50 Fram - Valur, Stöð 2 Sport 3
14:55 Granada - Alavés, Stöð 2 Sport 2
15:00 Hero World Challenge, Stöð 2 Golf
15:50 Afturelding - Stjarnan, Stöð 2 Sport
16:55 Udinese - Napoli, Stöð 2 Sport 2
17:50 Afturelding - Stjarnan, Stöð 2 Sport
19:40 Lazio - Juventus, Stöð 2 Sport 2
19:55 Barcelona - Mallorca, Stöð 2 SportAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.