Tónlist

Geta ekki beðið eftir því að spila í Hörpu

Tinni Sveinsson skrifar
Jack Lawrence-Brown og Harry McVeigh.
Jack Lawrence-Brown og Harry McVeigh. Vísir

Liðsmenn hljómsveitarinnar White Lies, Harry McVeigh söngvari og Jack Lawrence-Brown trommari, mættu í hljóðver X977 í dag og ræddu tónleika sína í Eldborgarsal Hörpu í kvöld.

Á tónleikunum ætlar sveitin að renna fyrstu plötu sinni, To Lose My Life, í gegn en nú eru liðin ellefu ár síðan sveitin kom fram á Iceland Airwaves og flutti einmitt lög af sömu plötu.

Þegar White Lies kom fram á Airwaves var hljómsveitin ennþá ný af nálinni en nokkrum mánuðum seinna náði hún toppnum í Bretlandi og vakti mikla athygli.

„Það er svo langt síðan við spiluðum hérna. Við erum búin að vera á tónleikaferðalagi og völdum að hafa tónleika á Íslandi í lokin sem einskonar verðlaun.“ 

Tónleikarnir fara fram í Hörpu klukkan átta og er hægt að nálgast miða hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.