Tónlist

Þórunn Antonía frumsýnir myndband við lagið Ofurkona

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þórunn og Valli Sport í myndbandinu. Þórunn er einnig með nýfætt barn sitt á myndinni.
Þórunn og Valli Sport í myndbandinu. Þórunn er einnig með nýfætt barn sitt á myndinni.

Myndbandið við lagið Ofurkona með Þórunni Antoníu var frumsýnt í Smárabíói í hádeginu á samstöðufundi Góða Systir undir yfirskriftinni: Hvað er að vera kona?

„Myndbandið er einhverskonar pressa og vonbrigði sem safnast upp í glansmyndinni af fullkomna lífinu, þar sem Heklu og Önnu Karínu text á frábæran hátt að ná tilfinningunni út úr textanum inn í skemmtilega sögu af fullkomnu fjölskyldunni sem er ekkert svo fullkomin þegar betur er að gáð,” segir Þórunn Antonía um myndbandið.

Lagið Ofurkona er afrakstur samstarfs Þórunnar Antoníu og Valgeirs Magnússon þar sem texti lagsins var unninn upp úr viðtölum við 40 konur um það hvað og hvernig það er að vera kona?

„Það var margt sem kom mér á óvart í þessum viðtölum og mun ég deila með þeim sem mæta á frumsýninguna nokkrum af þeim atriðum. Eitt af því var t.d. hversu margar konur eru óöruggar í návist karla og hversu oft karla með líkhamstjáningu og raddbeytingu ná að yfirtaka aðstæður og nýta sér þetta óöryggi. Einnig hversu margar konur eru beinlínis hræddar við að vera einar á ferð og líka hvers vegna?“

Hér að neðan má sjá myndbandið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.