Fótbolti

Neymar byrjaði þrátt fyrir Spánar­ferðina í þægi­legum sigri meistaranna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Neymar og félagar fagna í kvöld.
Neymar og félagar fagna í kvöld. vísir/getty
PSG lenti í litlum vandræðum með Lille er liðin mættust í fjórtándu umferð frönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld.Neymar var mættur í byrjunarliðið hjá PSG eftir að hafa glímt við meiðsli undanfarnar vikur en hann skellti sér meðal annars til Spánar í landsleikjafríinu.Mauro Icardi skoraði fyrsta mark leiksins eftir stoðsendingu fyrrum samherja Gylfa Sigurðssonar, Idrissa Guye, en markið leit dagsins ljós á sautjándu mínútu leiksins.Annað markið kom á þeirri 31. en þá skoraði Argentínumaðurinn Angel Di Maria eftir undirbúning frá Þjóðverjanum Julian Draxler. Lokatölur 2-0.PSG er með ellefu stiga forskot á toppi deildarinnar en Marseille er í öðru sætinu með 22. Lille er í sjötta sætinu með 19 stig.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.