Fótbolti

Neymar byrjaði þrátt fyrir Spánar­ferðina í þægi­legum sigri meistaranna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Neymar og félagar fagna í kvöld.
Neymar og félagar fagna í kvöld. vísir/getty

PSG lenti í litlum vandræðum með Lille er liðin mættust í fjórtándu umferð frönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld.

Neymar var mættur í byrjunarliðið hjá PSG eftir að hafa glímt við meiðsli undanfarnar vikur en hann skellti sér meðal annars til Spánar í landsleikjafríinu.

Mauro Icardi skoraði fyrsta mark leiksins eftir stoðsendingu fyrrum samherja Gylfa Sigurðssonar, Idrissa Guye, en markið leit dagsins ljós á sautjándu mínútu leiksins.

Annað markið kom á þeirri 31. en þá skoraði Argentínumaðurinn Angel Di Maria eftir undirbúning frá Þjóðverjanum Julian Draxler. Lokatölur 2-0.

PSG er með ellefu stiga forskot á toppi deildarinnar en Marseille er í öðru sætinu með 22. Lille er í sjötta sætinu með 19 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.