Bíó og sjónvarp

Sjáðu mjög svo vandræðalega stiklu úr Klovn myndinni sem tekin var upp hér á landi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frank í veseni.
Frank í veseni.
Þeir Casper Christensen og Frank Hvam voru hér á landi í byrjun október til að taka upp efni fyrir nýjustu Klovn myndina sem hefur fengið nafnið Klovn the Final.Vísir greindi frá því á sínum tíma að þeir hafi tekið upp atriði fyrir utan Bláa lónið. Á síðasta ári kom út sjöunda þáttaröðin af Klovn og telja margir aðdáendur að sú þáttaröð hafi verið ein sú besta.Danirnir hafa einnig gefið út tvær kvikmyndir í tengslum við Klovn-þættina en árið 2010 kom út myndin Klovn og árið 2015 kom út Klovn: Forever.Grínþættirnir Klovn hófu göngu sína árið 2005 og hafa slegið rækilega í gegn meðal Íslendinga.Kvikmyndin fjallar um fimmtugsafmæli Frank Hvam en hér að neðan má sjá fyrstu stikluna úr kvikmyndinni en hún er tekin upp á Kastrup flugvellinum þar sem þeir félagar eru á leið til Íslands. Stiklan er heldur betur vandræðaleg. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.