Lífið

Hvar er best að búa?: „Greind með menningar­sjokk” í hita­belti­spara­dísinni Kosta Ríka

Andri Eysteinsson skrifar
Hvar er best að búa? hefjast í kvöld.
Hvar er best að búa? hefjast í kvöld. Stöð 2
“Við erum ríka fólkið hér,” segir Elva Sturludóttir sem flutti ásamt eiginmanni sínum og tveimur sonum til Kosta Ríka í ágúst 2018. Landið er gullfallegt og þau hafa notið lífsins þar síðastliðið árið - en það eru ýmsar torfærur þegar íslensk kjarnafjölskylda flytur í allt aðra menningu, nýtt tungumál, nýja eimsálfu og í samfélag þar sem misskipting er mikil. Elva lýsir því hér í brotinu sem fylgir hvað það reyndi á hana fyrstu mánuðina að horfa upp á misskiptinguna og örbirgðina í næsta nágrenni við fallega blokkarsamfélagið sem þau bjuggu í.Héðinn, Elva og synir þeirra tveir eru meðal þeirra sem rætt er við í þáttaröð Lóu PindHvar er best að búa?Áður en þau fluttu út, vann Elva sem félagsráðgjafi á Landspítalanum en Héðinn var verkefnastjóri á Lýðheilsustöð.Í þessum fyrsta þætti fylgjumst við með þeim hjónum að leita leiða til að framfleyta sér í Kosta Ríka - þar sem þau mega ekki vinna. En það er enginn skortur á hugmyndum hjá þeim, eins og sjá má í þætti kvöldsins.Fyrsti þáttur í Hvar er best að búa? hefst á Stöð 2 í kvöld kl. 19:10. Þátturinn er sá fyrsti af 8 þáttum þar sem Lóa Pind heimsækir fólk og fjölskyldur í 9 löndum í fjórum heimsálfumFramleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumenn eru Lúðvík Páll Lúðvíksson og Egill Aðalsteinsson, klippingu annast Ólafur Þór Chelbat, Tumi Bjartur Valdimarsson og Guðni Hilmar Halldórsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.