Innlent

Handtekin með þrjátíu pakkningar af kókaíni innvortis

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Konan var úrskurðuð í gæsluvarðhald á meðan rannsókn málsins fór fram en að sögn Lögreglustjórans á Suðurnesjum er rannsóknin á lokastigum.
Konan var úrskurðuð í gæsluvarðhald á meðan rannsókn málsins fór fram en að sögn Lögreglustjórans á Suðurnesjum er rannsóknin á lokastigum. Vísir/Getty

Erlend kona var í lok október handtekin í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir að tollgæsla stöðvaði hana vegna gruns um fíkniefnasmygl.

Þegar lögreglan á Suðurnesjum fylgdi konunni upp á lögreglustöð skilaði hún af sér um það bil þrjátíu pakkningum af kókaíni sem reyndust vera alls tæp 400 grömm af efninu.

Konan var úrskurðuð í gæsluvarðhald á meðan rannsókn málsins fór fram en að sögn Lögreglustjórans á Suðurnesjum er rannsóknin á lokastigum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.