Svíar komnir á EM

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Svíar tryggðu EM sætið í Rúmeníu
Svíar tryggðu EM sætið í Rúmeníu vísir/getty
Svíar tryggðu sæti sitt á EM 2020 með sigri á Rúmenum í kvöld. Danir völtuðu yfir Gíbraltar og Svisslendingar unnu nauðsynilegan sigur.Svíar og Rúmenar mættust í lykilleik í baráttunni um seinna sætið úr F-riðli í Rúmeníu í kvöld.Svíar komust yfir eftir 18 mínútna leik þegar Marcus Berg skoraði með skalla á teignum. Robin Quaison tvöfaldaði svo forystu Svía á 34. mínútu.Þar við stóð í hálfleik og Svíar komnir í góða stöðu. Heimamenn náðu ekki að svara, leiknum lauk með 2-0 sigri Svía sem tryggðu sig þar með inn á EM.Það er enn allt opið í D-riðli þar sem Danir og Svisslendingar unnu sína leiki.Danir fengu Gíbraltar í heimsókn, sem er enn stigalaust á botni riðilsins.Robert Skov kom Dönum yfir á 12. mínútu og var staðan 1-0 í hálfleik. Í seinni hálfleik opnuðust hins vegar flóðgáttirnar og Danir skoruðu fimm mörk, lokatölur 6-0.Svisslendingar þurftu að hafa meira fyrir hlutunum þegar þeir tóku á móti Georgíu, en Cedric Itten skoraði eina mark leiksins á 77. mínútu.Úrslit kvöldsins: 

Armenía - Grikkland 0-1

Finnland - Liecthenstein 3-0

Noregur - Færeyjar 4-0

Bosnía og Herzegóvína - Ítalía 0-3

Danmörk - Gíbraltar 6-0

Rúmenía - Svíþjóð 0-2

Spánn - Malta 7-0

Sviss - Georgía 1-0

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.