Sport

Tók hjálminn af leikstjórnandanum og lamdi hann með honum | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Garrett er hér að lemja Rudolph.
Garrett er hér að lemja Rudolph. vísir/getty

Það voru mikil læti í fimmtudagsleik NFL-deildarinnar og einhverjir leikmenn á leið í bann eftir leikinn skrautlega.

Cleveland Browns vann þá öruggan sigur á Pittsburgh Steelers, 21-7, en það er enginn að tala um það. Það eru allir að tala um slagsmálin í leiknum.

Myles Garrett, varnarmaður Cleveland, hreinlega sturlaðist í leiknum. Hann reif hjálminn af Mason Rudolph, leikstjórnanda Steelers, og lamdi hann svo í hausinn með honum. Ótrúleg uppákoma sem á sér engin fordæmi.Garrett er á leiðinni í langt bann að öllum líkindum og Maurkice Pouncey, leikmaður Steelers, er líklega einnig á leiðinni í bann fyrir að hafa svo kýlt Garrett og sparkað í hann.

Þessi lið mætast aftur eftir tvær vikur. Það gæti orðið áhugavert.

NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.