Innlent

Dal­víkingar segja tvær hliðar vera á Sam­herja­málinu

Eiður Þór Árnason skrifar

Dalvíkingar komu saman við höfnina í bænum í gær þegar nýr hafnargarður var vígður og nýtt frystihús Samherja var opnað gestum.

Tryggvi Páll Tryggvason, fréttamaður Stöðvar 2, var staddur þar og ræddi við fólk um Samherjamálið.

Þar vildu margir meina að ekki væru öll kurl komin til grafar. Lögðu flestir viðmælendur áherslu á að tvær hliðar væru á öllum málum og að Samherji ætti eftir að greina betur frá sinni hlið mála í komandi framtíð.

Hlýða má á svör Dalvíkinga í klippunni hér fyrir ofan. Sömuleiðis var rætt við Björn Snæbjörnsson, formann verkalýðsfélagsins Einingar Iðju og Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra Akureyrar um Samherjamálið.


Tengdar fréttir

Harmar að vera dreginn inn í umfjöllun um Samherjaskjölin

Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hafnar því að hafa ætlað að beita Grænlendinga blekkingum í tölvupósti sem hann sendi til stjórnenda Samherja í Namibíu. Hann harmar að vera dreginn inní umræðu um Samherjaskjölin.

Norðmenn fjalla um þátt DNB í Samherjamálinu

Samherjamálið hefur vakið mikla athygli í Noregi. Fjölmiðlar í landinu hafa undanfarna daga fjallað um ásakanir um að Samherji hafi greitt mútur í gegnum norska ríkisbankann DNB.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.