Fæla nýnasista frá fæðingarstað Hitlers með því að breyta honum í lögreglustöð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. nóvember 2019 23:30 Þessu húsi verður breytt í lögreglustöð. Vísir/Getty Húsið þar sem Adolf Hitler, kanslari Þýskalands á árunum 1933-1945 og einn aldræmdasti stjórnmálaleiðtogi sögunnar, fæddist í verður breytt í lögreglustöð. Yfirvöld í Austurríki telja að með þessu sé sem best að hægt að koma í veg fyrir að húsið verði að áfangastað í pílagrímsferð nýnasista. Reuters greinir frá. Yfirvöld í Austurríki tóku húsið eignarnámi en það er staðsett í Braunau am Inn, landamærabæ á landamærum Þýskalands og Austurríkis. Hitler fæddist þar árið 1889. Arkítektar munu fá tækifæri til þess að senda inn hugmyndir og tillögur hvernig best megi laga húsið að nýrri starfsemi, sem yfirvöld telja sem fyrr segir að muni koma í veg fyrir að húsið verði að einhvers konar minnisvarða nýnasista.Myndband frá 2016 þar sem íbúar Braunau am Inn lýstu því hversu þreyttir þær væru á að bærinn væri þekktastur fyrir að vera fæðingarstaður Hitlers.„Framtíðarnotkun hússins sem lögreglustöð gefur skýrt merki um að þessi bygging verður aldrei aftur notuð til þess að halda á lofti minningu nasismans,“ sagði Wolfgang Peschorn, innanríkisráðherra Austurríkis. Búist er við að vinningstillagan verði valin á næsta ári. Húsið hefur lítið verið nýtt undanfarin ár en fimm ár eru síðan frá því að austurríska þingið ákvað að húsið yrði tekið eignarnámi. Lagadeila hófst við eiganda hússins um hversu háar eignarnámsbætur hann ætti að fá. Úr þeirri deilu var leyst fyrir skömmu. Upphaflega var talið líklegt að yfirvöld myndu láta rífa húsið en nú er talið að lögreglustöð muni virka fráhrindandi á þá nýnasista sem vilji minnast Hitlers með því að heimsækja fæðingarstað hans. Hitler var leiðtogi Nasistaflokksins í Þýskalandi á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. Valdatíð hans varð til þess að minnst 5,5 milljón gyðinga voru drepnir á kerfisbundin hátt í Helförinni, auk milljóna annarra. Austurríki Tengdar fréttir Nýnasisti kjörinn forseti bæjarráðs í Þýskalandi Fulltrúi nýnasistaflokks var sá eini sem gaf kost á sér í embættið og var kjörinn með öllum greiddum atkvæðum bæjarráðsins. 9. september 2019 15:52 Sameinuðust um að bjórsvelta nýnasista Áfengisbann var lagt á hátíð nýnasista í Austur-Þýskalandi um helgina. Bæjarbúar keyptu upp bjórbirgðir stórmarkaða til halda þeim frá hátíðargestunum. 24. júní 2019 13:40 Hitler ekki lengur heiðursborgari Borgarráðið í austurríska bænum Braunau hefur afturkallað heiðursborgaranafnbót Adolf Hitler, fyrrum kanslara Þýskalands, en Braunau er hvað þekktastur fyrir að vera fæðingarstaður foringjans. 8. júlí 2011 22:00 Megum ekki þola afneitun á glæpum gegn mannkyni Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, verður viðstaddur minningarathöfn í Póllandi um upphaf seinni heimsstyrjaldar í Evrópu. Hann segir mikilvægt að ólíkar skoðanir fái að koma fram en aldrei megi afneita óvéfengjanlegum staðreyndum. 31. ágúst 2019 11:15 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Húsið þar sem Adolf Hitler, kanslari Þýskalands á árunum 1933-1945 og einn aldræmdasti stjórnmálaleiðtogi sögunnar, fæddist í verður breytt í lögreglustöð. Yfirvöld í Austurríki telja að með þessu sé sem best að hægt að koma í veg fyrir að húsið verði að áfangastað í pílagrímsferð nýnasista. Reuters greinir frá. Yfirvöld í Austurríki tóku húsið eignarnámi en það er staðsett í Braunau am Inn, landamærabæ á landamærum Þýskalands og Austurríkis. Hitler fæddist þar árið 1889. Arkítektar munu fá tækifæri til þess að senda inn hugmyndir og tillögur hvernig best megi laga húsið að nýrri starfsemi, sem yfirvöld telja sem fyrr segir að muni koma í veg fyrir að húsið verði að einhvers konar minnisvarða nýnasista.Myndband frá 2016 þar sem íbúar Braunau am Inn lýstu því hversu þreyttir þær væru á að bærinn væri þekktastur fyrir að vera fæðingarstaður Hitlers.„Framtíðarnotkun hússins sem lögreglustöð gefur skýrt merki um að þessi bygging verður aldrei aftur notuð til þess að halda á lofti minningu nasismans,“ sagði Wolfgang Peschorn, innanríkisráðherra Austurríkis. Búist er við að vinningstillagan verði valin á næsta ári. Húsið hefur lítið verið nýtt undanfarin ár en fimm ár eru síðan frá því að austurríska þingið ákvað að húsið yrði tekið eignarnámi. Lagadeila hófst við eiganda hússins um hversu háar eignarnámsbætur hann ætti að fá. Úr þeirri deilu var leyst fyrir skömmu. Upphaflega var talið líklegt að yfirvöld myndu láta rífa húsið en nú er talið að lögreglustöð muni virka fráhrindandi á þá nýnasista sem vilji minnast Hitlers með því að heimsækja fæðingarstað hans. Hitler var leiðtogi Nasistaflokksins í Þýskalandi á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. Valdatíð hans varð til þess að minnst 5,5 milljón gyðinga voru drepnir á kerfisbundin hátt í Helförinni, auk milljóna annarra.
Austurríki Tengdar fréttir Nýnasisti kjörinn forseti bæjarráðs í Þýskalandi Fulltrúi nýnasistaflokks var sá eini sem gaf kost á sér í embættið og var kjörinn með öllum greiddum atkvæðum bæjarráðsins. 9. september 2019 15:52 Sameinuðust um að bjórsvelta nýnasista Áfengisbann var lagt á hátíð nýnasista í Austur-Þýskalandi um helgina. Bæjarbúar keyptu upp bjórbirgðir stórmarkaða til halda þeim frá hátíðargestunum. 24. júní 2019 13:40 Hitler ekki lengur heiðursborgari Borgarráðið í austurríska bænum Braunau hefur afturkallað heiðursborgaranafnbót Adolf Hitler, fyrrum kanslara Þýskalands, en Braunau er hvað þekktastur fyrir að vera fæðingarstaður foringjans. 8. júlí 2011 22:00 Megum ekki þola afneitun á glæpum gegn mannkyni Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, verður viðstaddur minningarathöfn í Póllandi um upphaf seinni heimsstyrjaldar í Evrópu. Hann segir mikilvægt að ólíkar skoðanir fái að koma fram en aldrei megi afneita óvéfengjanlegum staðreyndum. 31. ágúst 2019 11:15 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Nýnasisti kjörinn forseti bæjarráðs í Þýskalandi Fulltrúi nýnasistaflokks var sá eini sem gaf kost á sér í embættið og var kjörinn með öllum greiddum atkvæðum bæjarráðsins. 9. september 2019 15:52
Sameinuðust um að bjórsvelta nýnasista Áfengisbann var lagt á hátíð nýnasista í Austur-Þýskalandi um helgina. Bæjarbúar keyptu upp bjórbirgðir stórmarkaða til halda þeim frá hátíðargestunum. 24. júní 2019 13:40
Hitler ekki lengur heiðursborgari Borgarráðið í austurríska bænum Braunau hefur afturkallað heiðursborgaranafnbót Adolf Hitler, fyrrum kanslara Þýskalands, en Braunau er hvað þekktastur fyrir að vera fæðingarstaður foringjans. 8. júlí 2011 22:00
Megum ekki þola afneitun á glæpum gegn mannkyni Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, verður viðstaddur minningarathöfn í Póllandi um upphaf seinni heimsstyrjaldar í Evrópu. Hann segir mikilvægt að ólíkar skoðanir fái að koma fram en aldrei megi afneita óvéfengjanlegum staðreyndum. 31. ágúst 2019 11:15