Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. ágúst 2025 16:16 Selenskí verður ekki viðstaddur fund Trump og Pútín á föstudag en mun funda með Evrópuleiðtogum áður en þeir funda með Trump á miðvikudag. AP Leiðtogar sex Evrópuríkja munu sitja fjarfundi með Volodimír Selenskí Úkraínuforseta og Donald Trump Bandaríkjaforseta á miðvikudag. Selenskí er sagður hafa slakað á kröfum sínum og hann útiloki ekki að láta eftir landsvæði í friðarsamningum. Telegraph hefur eftir heimildum að Selenskí útiloki ekki friðarsamning við Rússland sem feli í sér að Úkraína láti eftir landsvæði sem Rússland hefur sölsað undir sig. Hann hafi þó sagt Evrópuleiðtogum að öllum samningum sem fela í sér að Úkraína gefi eftir eigið yfirráðasvæði verði að hafna. Það þýðir að einhverjar líkur eru á að landamæri miðist við víglínurnar eins og þær eru núna og Rússar haldi yfirráðum yfir vissum svæðum í Lúhansk, Dónetsk, Sapóríssja, Kerson og á á Krímsskaga. Miðillinn hefur eftir embættismanni að slíkir samningar kæmu bara til með að innihalda landsvæði sem Rússlandsher hefur þegar hernumið. Funda fyrst með Selenskí, svo Trump Fréttirnar koma í aðdraganda fyrirhugaðra friðarviðræðna Trump og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta í Alaska á föstudag. Þar munu þeir freista þess að komast að friðarsamkomulagi vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu. Selenskí, sem fékk ekki boð á fundinn, hefur gagnrýnt fjarveru sína og sagt enga niðurstöðu koma til greina án aðkomu Úkraínu. Þá hefur hann sagt að ekki komi til greina að láta eftir landsvæði í hendur Rússa. Greint er frá fundum miðvikudagsins í tilkynningu á vef ríkisstjórnar Þýskalands, þar sem fram kemur að ásamt Friedrich Merz kanslara Þýskalands muni þjóðarleiðtogar Frakklands, Bretlands, Ítalíu, Póllands og Finnlands funda með Trump í gegn um fjarfundarbúnað á miðvikudag. Merz komi til með að stýra fundinum. Fyrir leiðtogafundinn með Trump munu sömu fulltrúar sitja fjarfund með Selenskí. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdarstjórnar Evrópuráðsins og Mark Rutte framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins verða sömuleiðis á fundunum tveimur. Í tilkynningunni segir að efni fundarins verði leiðir til að beita auknum þrýstingi á Rússlandsstjórn og undirbúningur undir hugsanlegar friðarviðræður, meðal annars í tengslum við landakröfur og öryggismál. Leiðtogar framangreindra ríkja sögðu í yfirlýsingu á laugardag ótækt að funda um stríðslok án aðkomu Úkraínu, sem hefði frelsi til að ákveða hver sín örlög eru. „Við fögnum vinnu Donald Trump forseta við að binda enda á blóðsúthellingarnar í Úkraínu, stöðva árásarstríð Rússlands og ná fram réttlátum og varanlegum friði og öryggi fyrir Úkraínu. Við stöndum fast á því að sú eina aðferð sem blandar saman virkum milliríkjasamskiptum, stuðningi við Úkraínu og þrýstingi á Rússland sé tæk til að binda enda á ólöglegt stríð þess.“ Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Þýskaland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira
Telegraph hefur eftir heimildum að Selenskí útiloki ekki friðarsamning við Rússland sem feli í sér að Úkraína láti eftir landsvæði sem Rússland hefur sölsað undir sig. Hann hafi þó sagt Evrópuleiðtogum að öllum samningum sem fela í sér að Úkraína gefi eftir eigið yfirráðasvæði verði að hafna. Það þýðir að einhverjar líkur eru á að landamæri miðist við víglínurnar eins og þær eru núna og Rússar haldi yfirráðum yfir vissum svæðum í Lúhansk, Dónetsk, Sapóríssja, Kerson og á á Krímsskaga. Miðillinn hefur eftir embættismanni að slíkir samningar kæmu bara til með að innihalda landsvæði sem Rússlandsher hefur þegar hernumið. Funda fyrst með Selenskí, svo Trump Fréttirnar koma í aðdraganda fyrirhugaðra friðarviðræðna Trump og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta í Alaska á föstudag. Þar munu þeir freista þess að komast að friðarsamkomulagi vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu. Selenskí, sem fékk ekki boð á fundinn, hefur gagnrýnt fjarveru sína og sagt enga niðurstöðu koma til greina án aðkomu Úkraínu. Þá hefur hann sagt að ekki komi til greina að láta eftir landsvæði í hendur Rússa. Greint er frá fundum miðvikudagsins í tilkynningu á vef ríkisstjórnar Þýskalands, þar sem fram kemur að ásamt Friedrich Merz kanslara Þýskalands muni þjóðarleiðtogar Frakklands, Bretlands, Ítalíu, Póllands og Finnlands funda með Trump í gegn um fjarfundarbúnað á miðvikudag. Merz komi til með að stýra fundinum. Fyrir leiðtogafundinn með Trump munu sömu fulltrúar sitja fjarfund með Selenskí. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdarstjórnar Evrópuráðsins og Mark Rutte framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins verða sömuleiðis á fundunum tveimur. Í tilkynningunni segir að efni fundarins verði leiðir til að beita auknum þrýstingi á Rússlandsstjórn og undirbúningur undir hugsanlegar friðarviðræður, meðal annars í tengslum við landakröfur og öryggismál. Leiðtogar framangreindra ríkja sögðu í yfirlýsingu á laugardag ótækt að funda um stríðslok án aðkomu Úkraínu, sem hefði frelsi til að ákveða hver sín örlög eru. „Við fögnum vinnu Donald Trump forseta við að binda enda á blóðsúthellingarnar í Úkraínu, stöðva árásarstríð Rússlands og ná fram réttlátum og varanlegum friði og öryggi fyrir Úkraínu. Við stöndum fast á því að sú eina aðferð sem blandar saman virkum milliríkjasamskiptum, stuðningi við Úkraínu og þrýstingi á Rússland sé tæk til að binda enda á ólöglegt stríð þess.“
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Þýskaland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira