Innlent

Bjóða óleyfilega flugþjónustu

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Flugvél í aðflugi.
Flugvél í aðflugi. Fréttablaðið/Pjetur
Borið hefur á því að aðilar auglýsi á vefsíðum farþegaflug, til dæmis útsýnisflug, án þess að hafa flugrekstrarleyfi. Samgöngustofa, sem gefur út leyfin, brýnir fyrir fólki að kanna hvort viðkomandi félag hafi gilt leyfi áður en þjónustan er keypt.„Þetta eru litlar flugvélar sem um ræðir en ekki stórir flugrekendur,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. En einkaflugmenn eiga að þekkja þessar reglur og flestir fara eftir þeim. Flug án leyfis hefur komið til tals í tengslum við Þjóðhátíð á undanförnum árum. Vegna fjölgunar ferðamanna hefur útsýnisflug aukist, bæði með flugvélum og þyrlum.Isavia hefur eftirlit á stóru flugvöllunum en um allt land eru flugvellir og lendingarstaðir sem ekki eru undir eftirliti þeirra.„Viðurlög við brotum á loftferðalögum og reglum settum á grundvelli þeirra geta verið sektir eða fangelsi,“ segir Þórhildur. „Einnig er hugsanlegt að þeir sem brjóta í bága við starfsleyfi eða skírteini geti misst réttindi sín eða réttindin verði takmörkuð.“Þórhildur bendir jafnframt á að þó að flugrekstrarleyfi sé ekki til staðar þýði það ekki endilega að starfsemin sé ólögleg. Í ákveðnum tilvikum er vikið frá þessari skyldu, til dæmis varðandi óhagnaðardrifin kynningarflug flugskóla.Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.