King tryggði Bournemouth sigur á United

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
King skoraði sigurmarkið gegn sínu gamla félagi.
King skoraði sigurmarkið gegn sínu gamla félagi. vísir/getty
Manchester United laut í lægra haldi fyrir Bournemouth, 1-0, á Vitaly vellinum í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Joshua King skoraði eina mark leiksins á lokamínútu fyrri hálfleiks. Þetta var fyrsta deildarmark Bournemouth í 358 mínútur.

Norski landsliðsmaðurinn lék skemmtilega á Aaron Wan-Bissaka og kom boltanum framhjá David De Gea. King er fyrrverandi leikmaður United.

Með sigrinum komst Bournemouth upp í 6. sæti deildarinnar. United er í 8. sætinu með aðeins 13 stig eftir ellefu leiki. Liðið hefur ekki byrjað jafn illa í 33 ár.



United var miklu meira með boltann og sótti stíft en skapaði fá opin færi. Það besta fékk varamaðurinn Mason Greenwood en hann skaut í stöng.

Steve Cook og Nathan Aké áttu frábæran leik í vörn Bournemouth og United varð oftast að gera sér skot fyrir utan vítateig að góðu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira