Sport

Suður-Afríka heimsmeistari í ruðningi í þriðja sinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Siya Kolisi lyftir bikarnum.
Siya Kolisi lyftir bikarnum. vísir/getty
Suður-Afríka varð í dag heimsmeistari í ruðningi í þriðja sinn. Suður-Afríkumenn unnu Englendinga í úrslitaleiknum, 12-32, í Yokohama í Japan.

Siya Kolisi, fyrsti þeldökki fyrirliði Suður-Afríku, hélt innblásna ræðu eftir leikinn.

„Fólkið í Suður-Afríku hefur stutt við bakið á okkur og við erum svo þakklátir. Það eru svo mörg vandamál í okkar samfélagi en þetta lið samanstendur af leikmönnum sem koma úr ólíkum áttum,“ sagði Kolisi.

„Síðan ég fæddist hef ég aldrei séð Suður-Afríku svona. Eins og þjálfarinn okkar sagði, þá erum við ekki að spila fyrir okkur heldur fólkið heima. Við vildum gera það. Takk fyrir allt. Við elskum ykkur, Suður-Afríku. Okkur eru allir vegir færir ef við stöndum saman.“

Suður-Afríka vann frægan sigur á HM á heimavelli 1995, skömmu eftir að aðskilnaðarstefnan leið undir lok. Nelson Mandela afhenti Francoios Pienaar, fyrirliði Suður-Afríku, bikarinn í eftir sigurinn á Nýja-Sjálandi, 15-12, í úrslitaleiknum í Jóhannesarborg.

Fjallað var um heimsmeistaratitil Suður-Afríku 1995 í kvikmyndinni Invictus sem Clint Eastwood leikstýrði. Matt Damon fór með hlutverk Pienaar og Morgan Freeman lék Mandela.





Suður-Afríka varð einnig heimsmeistari 2007. Þá unnu Suður-Afríkumenn Englendinga í úrslitaleiknum, 6-15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×