Innlent

Rigning og slydda á Suður- og Vestur­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Éljagangur verður um landið norðanvert seinnipartinn, en lengst af bjart austantil.
Éljagangur verður um landið norðanvert seinnipartinn, en lengst af bjart austantil. vísir/vilhelm

Spáð er hægri breytilegri átt á landinu í dag og hita 0 til 4 stig, en frost 1 til 5 stig norðan- og austanlands. Íbúar á Suður- og Vesturlandi mega búast við rigningu eða slyddu frameftir degi, en snjókoma verður til fjalla.

„Vetrarfærð verður því á fjallvegum á svæðinu en einnig er viðbúið að færð spillist á láglendi. Éljagangur verður um landið norðanvert seinnipartinn, en lengst af bjart austantil.

Hægar suðlægar eða breytilegar áttir verða síðan ráðandi í vikunni með úrkomu í flestum landshlutum og köldu veðri,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Suðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Rigning eða slydda á köflum um landið sunnanvert og hiti um og yfir frostmarki, en annars þurrt að kalla og frost 2 til 10 stig.

Á miðvikudag: Breytileg átt, 3-8 m/s og þurrt veður, en hvassari austan átt með suðurströndinni og svolítil rigning eða slydda. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag: Suðlæg átt, 3-8 m/s. Víða léttskýjað, en stöku él við NA-ströndina og SV-til. Frost um mest allt land.

Á föstudag: Suðaustlæg átt, ákveðin SV-til, en annars hægari. Bjartviðri og frost norðantil, en skýjað, hiti kringum frostmark og slydda eða rigning við ströndina sunnanlands.

Á laugardag: Suðaustan- og austanátt með úrkomu SA-til, en annars úrkomulítið. Hlýnandi veður.

Á sunnudag: Útlit fyrir breytilega átt og léttskýjað víðast hvar, en stöku él NV-til. Frost um mest allt land, en hiti um frostmark við suður- og vesturströndina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.