Innlent

Rigning og slydda á Suður- og Vestur­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Éljagangur verður um landið norðanvert seinnipartinn, en lengst af bjart austantil.
Éljagangur verður um landið norðanvert seinnipartinn, en lengst af bjart austantil. vísir/vilhelm
Spáð er hægri breytilegri átt á landinu í dag og hita 0 til 4 stig, en frost 1 til 5 stig norðan- og austanlands. Íbúar á Suður- og Vesturlandi mega búast við rigningu eða slyddu frameftir degi, en snjókoma verður til fjalla.„Vetrarfærð verður því á fjallvegum á svæðinu en einnig er viðbúið að færð spillist á láglendi. Éljagangur verður um landið norðanvert seinnipartinn, en lengst af bjart austantil.Hægar suðlægar eða breytilegar áttir verða síðan ráðandi í vikunni með úrkomu í flestum landshlutum og köldu veðri,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Suðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Rigning eða slydda á köflum um landið sunnanvert og hiti um og yfir frostmarki, en annars þurrt að kalla og frost 2 til 10 stig.Á miðvikudag: Breytileg átt, 3-8 m/s og þurrt veður, en hvassari austan átt með suðurströndinni og svolítil rigning eða slydda. Hiti breytist lítið.Á fimmtudag: Suðlæg átt, 3-8 m/s. Víða léttskýjað, en stöku él við NA-ströndina og SV-til. Frost um mest allt land.Á föstudag: Suðaustlæg átt, ákveðin SV-til, en annars hægari. Bjartviðri og frost norðantil, en skýjað, hiti kringum frostmark og slydda eða rigning við ströndina sunnanlands.Á laugardag: Suðaustan- og austanátt með úrkomu SA-til, en annars úrkomulítið. Hlýnandi veður.Á sunnudag: Útlit fyrir breytilega átt og léttskýjað víðast hvar, en stöku él NV-til. Frost um mest allt land, en hiti um frostmark við suður- og vesturströndina.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.