Lífið

Einstakt samband hundsins Cloe og Evu Ruzu til umfjöllunar hjá Magnúsi Hlyni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fallegt og einstakt samband.
Fallegt og einstakt samband.
Spjallþáttur Gumma Ben var á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagkvöldið og eins og vanalega fór Sóli Hólm á kostum í dagskrákynningunni.

Gestir þáttarins voru þau Eva Ruza, Edda Björgvinsdóttir og Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli.

Að þessu sinni fór Sóli Hólm í gervi sem Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttamaður Stöðvar 2, og tók viðtali Evu Ruzu og var umfjöllunarefnið hundur hennar.

Hundurinn Cloe er tík af papillon-kyni sem er mikill varðhundur þrátt fyrir að vera lítil og nett. Hún kann hvorki að setjast né leggjast og getur ekki haldið tungunni á sér í munninum.

Hér að neðan má sjá frétt Sóla Hólm sem Magnús Hlynur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×