Messi setti upp sýningu í öruggum sigri Barcelona

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þrenna
Þrenna vísir/getty
Lionel Messi var munurinn á Barcelona og Celta Vigo þegar liðin áttust við á Nývangi í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.Argentínumaðurinn knái opnaði leikinn með marki úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik en gestirnir náðu að jafna metin á 42.mínútu. Börsungar fóru engu að síður með forystu í leikhlé því Messi skoraði beint úr aukaspyrnu á lokamínútu fyrri hálfleiks.Messi fór svo langt með að gera út um leikinn með öðru marki beint úr aukaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks. Sergio Busquets gerði endanlega út um leikinn skömmu fyrir leikslok. Lokatölur 4-1 fyrir Barcelona sem trónir á toppi deildarinnar.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.