Lífið

„Ég hef sjaldan séð aðra eins röð“

Samúel Karl Ólason skrifar
"Íslendingar eru alltaf mjög spenntir þegar boðið er uppá eitthvað frítt og það var gríðarleg röð sem myndaðist út af gjafapokunum. Það er reyndar vel skiljanlegt þar sem vinningar voru stórglæsilegir,“ segir Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar.
"Íslendingar eru alltaf mjög spenntir þegar boðið er uppá eitthvað frítt og það var gríðarleg röð sem myndaðist út af gjafapokunum. Það er reyndar vel skiljanlegt þar sem vinningar voru stórglæsilegir,“ segir Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar.

Fjölmargir hafa lagt leið sína í Kringluna í kvöld, þar sem svokölluð Miðnætursprenging er nú haldin. Markaðsstjóri Kringlunnar segist sjaldan hafa séð annað eins, í tilkynningu. Mikil röð myndaðist um klukkan 19 þegar kvölddagskráin hófst en 600 fyrstu gestirnir fengu gjafapoka með stórum og smáum vinningum.

Má þar nefna Kitchenaid hrærivél, Nespresso kaffivél, vegleg gjafakort og allskonar frá verslunum og veitingastöðum í Kringlunni.

Opið er til miðnættis í kvöld.

„Íslendingar eru alltaf mjög spenntir þegar boðið er uppá eitthvað frítt og það var gríðarleg röð sem myndaðist út af gjafapokunum. Það er reyndar vel skiljanlegt þar sem vinningar voru stórglæsilegir,“ segir Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar.

„Ég hef sjaldan séð aðra eins röð hérna í verslunarmiðstöðinni. Við höfum verið með Miðnætursprengju í nóvember undanfarin ár og hefur jólaverslun í raun hafist fyrir alvöru á þessum viðburði. Fólk getur komið og gert góð kaup fyrir jólin enda styttist óðum í jólahátíðina. Í fyrra var metaðsókn en þá mættu um 35.000 gestir í Kringluna og ég von á það verði eitthvað svipað nú í kvöld, jafnvel meira miðað við hvernig kvöldið fer af stað.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.