Carragher bað Evra afsökunar: „Suarez-bolirnir voru risastór mistök“ Anton Ingi Leifsson skrifar 22. október 2019 07:30 Leikmenn Liverpool hita upp í bolnum. vísir/getty Jamie Carragher og Patrice Evra voru gestir Monday Night Football þáttarins á Sky Sports í gærkvöldi en þar var farið yfir víðan völl á knattspyrnuferli Evra. Eitt atvikið sem um var rætt í þættinum var þegar Evra varð fyrir kynþáttaníði að hálfu Luis Suarez í leik Mancehster United og Liverpool í október 2011. Suarez var dæmdur í átta leikja bann en í leik í desembermánuði, nokkrum dögum eftir að Suarez fékk bannið, hituðu leikmenn Liverpool up í bolum til stuðnings Suarez. Þá má sjá á myndinni sem fylgir fréttinni en þetta féll ekki vel í kramið hjá mörgum. Jamie Carragher, sem þá spilaði með Liverpool, rifjaði upp atburðarásina í gær og segir að þetta hafi verið klaufalegt. „Það er enginn vafi á því að við gerðum stór mistök. Það er klárt. Þetta var kvöldleikur og af því við vorum að spila á móti Wigan þá ferðuðumst við þangað á leikdegi,“ sagði Carragher er hann rifjaði atvikið upp. Kenny Dalglish var þá stjóri Liverpool og Steve Clarke var honum til aðstoðar en Carragher segir að hann hafi fyrst heyrt af þessu þegar komið var til Wigan. „Við fórum þangað og borðuðum hádegismat og svo var fundur. Ég man á fundinum að annað hvort stjórinn eða Steve Clarke spurði einn af leikmönnunum hvort að við ætluðum enn að vera í bolunum. Það var það fyrsta sem ég heyrði af þessu.“ „Ég er ekki að ljúga og segja að ég hafi ekki verið hluti af þessu. Þetta var rangt hjá okkur og við vorum allir hluti af þessu. Ég var varafyrirliði en ég heyrði fyrst af þessu þarna svo ég er ekki viss hver átti hugmyndina.“"There is no doubt that we made a massive mistake. That was obvious." Jamie Carragher offers apologies to Patrice Evra on Monday Night Football over wearing T-shirts in support of Luis Suarez following their racism row in 2011. — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 22, 2019 „Ég held að Kenny hafi ekkert með þetta að gera, til þess að vera hreinskilinn. Þetta voru leikmennirnir sem voru nánir Luis í búningsklefanum sem vildu styðja liðsfélaga sinn og vin.“ „Það sem ég get sagt persónulega er að ég var kannski ekki með nægilega mikið hugrekki. Kannski voru það fleiri að hugsa það sama. Ég er viss um að allir innan Liverpool hafi ekki hugsað að þetta hafi verið rétt.“ „En sem fjölskylda og knattspyrnufélag eru fyrstu viðbrögð þín - sama hvað gerist - að styðja einhvern sama þótt að það sé rangt. Það er rangt. Ég er ekki að horfa framhjá þessu en þetta eru fyrstu viðbrögðin. Fyrirgefðu. Við gerðum risa mistök,“ sagði Carragher.Jamie Carragher has apologised to Patrice Evra for wearing T-shirts in support of Luis Suarez after he was racially abused by the Uruguayan in 2011. Full story https://t.co/Ubw89Gy6Ul#bbcfootballpic.twitter.com/IJFgtJEmU7 — BBC Sport (@BBCSport) October 22, 2019 Enski boltinn Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Sjá meira
Jamie Carragher og Patrice Evra voru gestir Monday Night Football þáttarins á Sky Sports í gærkvöldi en þar var farið yfir víðan völl á knattspyrnuferli Evra. Eitt atvikið sem um var rætt í þættinum var þegar Evra varð fyrir kynþáttaníði að hálfu Luis Suarez í leik Mancehster United og Liverpool í október 2011. Suarez var dæmdur í átta leikja bann en í leik í desembermánuði, nokkrum dögum eftir að Suarez fékk bannið, hituðu leikmenn Liverpool up í bolum til stuðnings Suarez. Þá má sjá á myndinni sem fylgir fréttinni en þetta féll ekki vel í kramið hjá mörgum. Jamie Carragher, sem þá spilaði með Liverpool, rifjaði upp atburðarásina í gær og segir að þetta hafi verið klaufalegt. „Það er enginn vafi á því að við gerðum stór mistök. Það er klárt. Þetta var kvöldleikur og af því við vorum að spila á móti Wigan þá ferðuðumst við þangað á leikdegi,“ sagði Carragher er hann rifjaði atvikið upp. Kenny Dalglish var þá stjóri Liverpool og Steve Clarke var honum til aðstoðar en Carragher segir að hann hafi fyrst heyrt af þessu þegar komið var til Wigan. „Við fórum þangað og borðuðum hádegismat og svo var fundur. Ég man á fundinum að annað hvort stjórinn eða Steve Clarke spurði einn af leikmönnunum hvort að við ætluðum enn að vera í bolunum. Það var það fyrsta sem ég heyrði af þessu.“ „Ég er ekki að ljúga og segja að ég hafi ekki verið hluti af þessu. Þetta var rangt hjá okkur og við vorum allir hluti af þessu. Ég var varafyrirliði en ég heyrði fyrst af þessu þarna svo ég er ekki viss hver átti hugmyndina.“"There is no doubt that we made a massive mistake. That was obvious." Jamie Carragher offers apologies to Patrice Evra on Monday Night Football over wearing T-shirts in support of Luis Suarez following their racism row in 2011. — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 22, 2019 „Ég held að Kenny hafi ekkert með þetta að gera, til þess að vera hreinskilinn. Þetta voru leikmennirnir sem voru nánir Luis í búningsklefanum sem vildu styðja liðsfélaga sinn og vin.“ „Það sem ég get sagt persónulega er að ég var kannski ekki með nægilega mikið hugrekki. Kannski voru það fleiri að hugsa það sama. Ég er viss um að allir innan Liverpool hafi ekki hugsað að þetta hafi verið rétt.“ „En sem fjölskylda og knattspyrnufélag eru fyrstu viðbrögð þín - sama hvað gerist - að styðja einhvern sama þótt að það sé rangt. Það er rangt. Ég er ekki að horfa framhjá þessu en þetta eru fyrstu viðbrögðin. Fyrirgefðu. Við gerðum risa mistök,“ sagði Carragher.Jamie Carragher has apologised to Patrice Evra for wearing T-shirts in support of Luis Suarez after he was racially abused by the Uruguayan in 2011. Full story https://t.co/Ubw89Gy6Ul#bbcfootballpic.twitter.com/IJFgtJEmU7 — BBC Sport (@BBCSport) October 22, 2019
Enski boltinn Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti