Uppfylla upprunalega kröfu mótmælenda Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. október 2019 19:15 Eftir fjögurra mánaða óróa, mótmæli og átök hafa stjórnvöld í kínverska sjálfsstjórnarhéraðinu Hong Kong ákveðið að draga að fullu til baka hið svokallaða framsalsfrumvarp. Þetta frumvarp var dropinn sem fyllti mælinn hjá mótmælendum á sínum tíma. Það hefði heimilað framsal frá Hong Kong til meginlands Kína, Taívans og Macau. „Vegna skiptra skoðana um frumvarpið hafa verið átök. Eftir að hafa rannsakað málið hafa stjórnvöld ákveðið að draga frumvarpið alfarið til baka,“ sagði John Lee, öryggismálastjóri Hong Kong, á þinginu í dag. Frumvarpið var lagt fram vegna máls Chan Tong-kai, sem yfirvöld í Taívan saka um að hafa myrt kærustu sína. Hann var leystur úr haldi í Hong Kong í dag og sagðist ætla að gefa sig fram við taívönsk yfirvöld. Fjórum kröfum mótmælenda er enn ósvarað. Þeir vilja að dregin séu til baka ummæli þar sem mótmælin eru kölluð óeirðir, að handteknir mótmælendur verði leystir úr haldi og ekki ákærðir, að óháð rannsókn fari fram á aðgerðum lögreglu og að íbúar borgarinnar fái fullan rétt til þess að velja sér þing og leiðtoga. Financial Times hafði eftir heimildarmönnum í gær að að miðstjórn Kommúnistaflokksins ætlaði að reka Carrie Lam, æðsta Hong Kong, úr embætti. Þessu hafnaði upplýsingafulltrúi kínverska utanríkisráðuneytisins. „Þetta eru pólitískir orðrómar, settir fram í annarlegum tilgangi. Miðstjórnin mun halda áfram að styðja Carrie Lam og stjórnvöld,“ sagði Hua Chunying upplýsingafulltrúi. Hong Kong Kína Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira
Eftir fjögurra mánaða óróa, mótmæli og átök hafa stjórnvöld í kínverska sjálfsstjórnarhéraðinu Hong Kong ákveðið að draga að fullu til baka hið svokallaða framsalsfrumvarp. Þetta frumvarp var dropinn sem fyllti mælinn hjá mótmælendum á sínum tíma. Það hefði heimilað framsal frá Hong Kong til meginlands Kína, Taívans og Macau. „Vegna skiptra skoðana um frumvarpið hafa verið átök. Eftir að hafa rannsakað málið hafa stjórnvöld ákveðið að draga frumvarpið alfarið til baka,“ sagði John Lee, öryggismálastjóri Hong Kong, á þinginu í dag. Frumvarpið var lagt fram vegna máls Chan Tong-kai, sem yfirvöld í Taívan saka um að hafa myrt kærustu sína. Hann var leystur úr haldi í Hong Kong í dag og sagðist ætla að gefa sig fram við taívönsk yfirvöld. Fjórum kröfum mótmælenda er enn ósvarað. Þeir vilja að dregin séu til baka ummæli þar sem mótmælin eru kölluð óeirðir, að handteknir mótmælendur verði leystir úr haldi og ekki ákærðir, að óháð rannsókn fari fram á aðgerðum lögreglu og að íbúar borgarinnar fái fullan rétt til þess að velja sér þing og leiðtoga. Financial Times hafði eftir heimildarmönnum í gær að að miðstjórn Kommúnistaflokksins ætlaði að reka Carrie Lam, æðsta Hong Kong, úr embætti. Þessu hafnaði upplýsingafulltrúi kínverska utanríkisráðuneytisins. „Þetta eru pólitískir orðrómar, settir fram í annarlegum tilgangi. Miðstjórnin mun halda áfram að styðja Carrie Lam og stjórnvöld,“ sagði Hua Chunying upplýsingafulltrúi.
Hong Kong Kína Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira