Hamingjusömustu Íslendingarnir yfir 65 ára með háar tekjur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. október 2019 20:00 Hamingjusömustu Íslendingarnir eru yfir 65 ára aldri og með háar tekjur. Ungmenni á lágum launum eru hins vegar vansælust. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar Gallup. Hamingjan hættir að aukast þegar ákveðnu tekjuþaki er náð. Ríflega eitt þúsund manns af landinu öllu tóku þátt í könnuninni sem var framkvæmd í vor. Niðurstöðurnar verða kynntar á heilbrigðisráðstefnu þann 6. nóvember. Könnuninn sýnir enn og aftur að Íslendingar eru almennt frekar sáttir. „Íslendingar raða sér vanalega í topp sætin með hinum norðurlöndunum hvað varðar hamingjusömustu þjóðirnar,“ segir Ólafur Elínarson, sviðsstjóri markaðsrannsókna hjá Gallup. Engin breyting er þar á og á skalanum einum til tíu gáfu þátttakendur hamingju sinni að meðaltali 7,4 í einkunn.Vísir/hafsteinnTekjur virðast hins vegar stór breyta. Þeir sem eru með tekjur undir fjögur hundruð þúsund krónum á mánuði eru töluvert undir meðaltali og gefa hamingju sinni einungis 6,4 í einkunn. „Með auknum fjölskyldutekjum eykst hamingjan en það gerist þó bara upp að þriðja tekjubili, sem er í kringum 800 til 1200 þúsund og eftir það eykst hamingjan ekki meir,“ segir Ólafur. Hamingjan virðist þannig aukast umtalsvert við hverja launahækkun fram að 1250 þúsund krónum. „Það má draga þá ályktun að peningar eru ekki það sem gera okkur hamingjusöm. Heldur eru þeir að hjálpa okkur að losna út úr fjárhagserfiðleikum eða ströggli. Þegar þú ert kominn upp úr því bæta þeir í rauninni ekki við hamingjuna,“ segir Ólafur.Vísir/hafsteinnFólk yfir 65 ára aldri segist hamingjusamast og lækkar hamingjan nokkuð með lækkandi aldri. Má því ætla að fólk á eftirlaunaaldri með háar tekjur sé almennt hamingjusamast. Yngra fólk með lágar tekjur finnur ekki fyrir sömu gleði. „Sem er þá fólk sem er kannski í námi enn þá og er ekki búið að koma undir sig fótunum. Þar er aðeins meiri óhamingja.“ Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Hamingjusömustu Íslendingarnir eru yfir 65 ára aldri og með háar tekjur. Ungmenni á lágum launum eru hins vegar vansælust. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar Gallup. Hamingjan hættir að aukast þegar ákveðnu tekjuþaki er náð. Ríflega eitt þúsund manns af landinu öllu tóku þátt í könnuninni sem var framkvæmd í vor. Niðurstöðurnar verða kynntar á heilbrigðisráðstefnu þann 6. nóvember. Könnuninn sýnir enn og aftur að Íslendingar eru almennt frekar sáttir. „Íslendingar raða sér vanalega í topp sætin með hinum norðurlöndunum hvað varðar hamingjusömustu þjóðirnar,“ segir Ólafur Elínarson, sviðsstjóri markaðsrannsókna hjá Gallup. Engin breyting er þar á og á skalanum einum til tíu gáfu þátttakendur hamingju sinni að meðaltali 7,4 í einkunn.Vísir/hafsteinnTekjur virðast hins vegar stór breyta. Þeir sem eru með tekjur undir fjögur hundruð þúsund krónum á mánuði eru töluvert undir meðaltali og gefa hamingju sinni einungis 6,4 í einkunn. „Með auknum fjölskyldutekjum eykst hamingjan en það gerist þó bara upp að þriðja tekjubili, sem er í kringum 800 til 1200 þúsund og eftir það eykst hamingjan ekki meir,“ segir Ólafur. Hamingjan virðist þannig aukast umtalsvert við hverja launahækkun fram að 1250 þúsund krónum. „Það má draga þá ályktun að peningar eru ekki það sem gera okkur hamingjusöm. Heldur eru þeir að hjálpa okkur að losna út úr fjárhagserfiðleikum eða ströggli. Þegar þú ert kominn upp úr því bæta þeir í rauninni ekki við hamingjuna,“ segir Ólafur.Vísir/hafsteinnFólk yfir 65 ára aldri segist hamingjusamast og lækkar hamingjan nokkuð með lækkandi aldri. Má því ætla að fólk á eftirlaunaaldri með háar tekjur sé almennt hamingjusamast. Yngra fólk með lágar tekjur finnur ekki fyrir sömu gleði. „Sem er þá fólk sem er kannski í námi enn þá og er ekki búið að koma undir sig fótunum. Þar er aðeins meiri óhamingja.“
Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Sjá meira