Bíó og sjónvarp

Yfir fimm þúsund bíógestir hafa séð Agnes Joy

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Kvikmyndin Agnes Joy eftir Silju Hauksdóttir er í 2.sæti aðsóknarlista kvikmyndahúsa hér á landi.
Kvikmyndin Agnes Joy eftir Silju Hauksdóttir er í 2.sæti aðsóknarlista kvikmyndahúsa hér á landi.

3,273 sáu kvikmyndina Agnes Joy eftir Silju Hauksdóttir í þessari viku og var hún í öðru sæti aðsóknarlistans, dagana 21. til 27. október. Alls hefur myndin fengið 5.403 gesti eftir aðra sýningarhelgi, samkvæmt kvikmyndavefnum Klapptrré.

1.018 sáu Þorsta sem er ný í sýningu og hafa alls 1.618 gestir séð myndina ef talin er með frumsýningin. 916 sáu Goðheimar (Valhalla) í vikunni og er því heildarfjöldi gesta á myndinna kominn í 3.927. Tæplega 11 þúsund bíógestir hafa séð kvikmyndina Hvítur, hvítur dagur. 190 sáu myndina í vikunni og er því heildaraðsóknin orðin 10.947.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.