Sport

Cech fór á kostum í íshokkí frumrauninni: Varði tvö víti og var valinn maður leiksins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Petr Cech.
Petr Cech. vísir/getty

Petr Cech þreytti frumraun sína með íshokkíliðinu Guildford í dag Phoenix í dag er liðið vann sigur á Swindon Wildcats 2.

Cech greindi frá því á dögunum að hann hafi hafi samið við íshokkíliðið og hann fór á kostum í fyrsta leik sínum fyrir félagið.

Hann varði tvær vítaspyrnur í vítakeppni til þess að útkljá úrslitin og var hann valinn maður leiksins.

Hjálmur Cech vakti athygli en honum var skipt í tvennt; helmingurinn var tileinkaður Chelsea og hinn helmingurinn var tileinkaður Arsenal.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.