Fótbolti

Jos­hua King vill halda Lagerbäck: „Látið hann skrifa inn launa­tölurnar“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lars Lagerback og Joshua King.
Lars Lagerback og Joshua King. vísir/getty/samsett
Joshua King, framherji norska landsliðsins og Bournemouth, vonast til þess að Noregur nái að halda í landsliðsþjálfarann Lars Lagerbäck.Samningur Lars Lagerbäck við norska knattspyrnusambandið rennur út í sumar og á sunnudaginn gaf sambandið út að þeir væru ekki í viðræðum við Lars um nýjan samning.Joshua King sem og fleiri leikmenn norska landsliðsins stigu fram í vikunni og hvöttu sambandið að byrja að ræða við Lars.„Þeir verða að gefa honum ávísunina og láta hann sjálfan skrifa upphæðina. Svo geta þeir gefið honum nýjan samning,“ sagði King í samtali við norska Eurosport.Lagerbäck hefur gert flotta hluti síðan hann tók við norska landsliðinu 2017 en hann hefur unnið 13 af þeim 26 leikjum sem hann hefur stýrt Norðmönnum í.Þeir náðu svo í jafntefli gegn Spánverjum á laugardagskvöldið sem stöðvaði fjórtán leikja sigurgöngu Spánverja í undankeppnum EM.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.