Lars stöðvaði sigurgöngu Spánverja

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lars glotti við tönn í kvöld.
Lars glotti við tönn í kvöld. vísir/getty
Lars Lagerbäck og lærisveinar hans í norska landsliðinu gerðu jafntefli við Spánverja á heimavelli í kvöld.Þar með stöðvuðu Norðmenn sigurgöngu Spánverja í undankeppni EM en fram að leiknum í kvöld höfðu Spánverjar unnið fjórtán leiki í röð.Saul Niguez kom Spánverjum yfir í upphafi síðari hálfleiks en Norðmenn settu Spánverja undir pressu í síðari hálfleik.Það skilaði árangri er liðið fékk víti í uppbótartíma. Á punktinn steig Joshua King og skoraði. Lokatölur 1-1.

Spánn er áfram á toppi riðilsins með 19 stig, Svíþjóð er í öðru sætinu með 14, Rúmenía í þriðja með 13 og Noregur í því fjórða með tíu.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.