Sport

Fundu lík við ána: Fjölskylda Morris látin vita

Anton Ingi Leifsson skrifar
Brooke Morris.
Brooke Morris. mynd/nelson rfc

Löreglan í Wales fann í gær lík í grennd við ána Taff en leitað hefur verið að rúgbíleikmanninum Brooke Morris undanfarna daga.

Lögreglan og hjálparaðilar hafa verið að leita af Morris síðan hún sást síðast á laugardagskvöldið en leitað hefur verið bæði í ám og vötnum í kringum Trelewis í Wales.

Talið er að hún hafi fengið far hjá vinum sínum úr miðbæ bæjarins á laugardagskvöldið en rannsakendur telja að hún hafi ekki farið inn heima hjá sér.

Talið er að hún hafi gengið í átt að brú sem liggur yfir á nærri heimili hennar.

Ekki er búið að staðfesta að líkið sé af Morris en lögreglan í landinu hefur haft samband við fjölskyldu hennar og tilkynnt henni um fundinn.

Morris lék með Nelson RFC í heimalandinu, Wales, en hún var einungis 22 ára.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.