Erlent

Einn af leiðtogum Demókrataflokksins er látinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Elijah Cummings var 68 ára gamall.
Elijah Cummings var 68 ára gamall. AP/Patrick Semanskyu

Bandaríski þingmaðurinn Elijah Cummings er látinn. Hann dó vegna langvarandi heilsukvilla. Samkvæmt yfirlýsingu frá skrifstofu hans, lést hann í morgun á sjúkrahúsi í Baltimore. Hann var 68 ára gamall.

Cummings hafði setið á þingi fyrir kjördæmi sitt í Baltimore, þar sem hann fæddist frá 1996 en þar áður hafði hann setið á þingi Maryland í fjórtán ár. Hann var formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og kom því að nokkrum rannsóknum þingsins á ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.

Það hefur forsetinn ekki verið sáttur við og hefur hann gagnrýnt Cummings og kjördæmi hans ítrekað á undanförnum mánuðum.

Sjá einnig: Trump sagði umdæmi þingmanns „ógeðslegt og morandi í rottum og nagdýrum“

Baltimore Sun segir Cummings hafa farið í ótilgreinda aðgerð nýverið og hann hafi ekki snúið til vinnu í kjölfar hennar. Samkvæmt New York Times var Cummings oft í hjólastól og notaðist við súrefni. Þá var hann frá þingi í þrjá mánuði árið 2017 eftir hjartaaðgerð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.