Enski boltinn

„Feitu kettirnir hjá UEFA hugsa meira um steikur en að knatt­spyrnu­menn verði fyrir kyn­þátta­níði“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Englendingar fagna marki á mánudagskvöldið.
Englendingar fagna marki á mánudagskvöldið. vísir/getty
Blaðamaðurinn Andy Dunn, hjá Mirror, skrifar athyglisverða grein í The Mirror í gærkvöldi er hann ræðir um kynþáttaníðið sem átti sér stað í Búlgaríu á mánudagskvöldið.

Leikmenn enska landsliðsins urðu þá fyrir rasisma er liðin mættust í undankeppni EM 2020 og Andy Dunn var á staðnum og fylgdust með öllu frá fyrstu mínútu.

Það sem Dunn gerir að umfjöllunarefni sínu er hlutverk eftirlitsmanns UEFA á leiknum en hann segir að þeir séu meira að hugsa um útlitið heldur en starfið sitt.

„Feitu kettirnir hjá UEFA hugsa meira um steikurnar sínar en að knattspyrnumenn verði fyrir kynþáttaníði,“ er fyrirsögn Dunn sem  heldur svo áfram í greininni.

Hann byrjar á því að fjalla um að eftirlitsmaðurinn hafi ferðast í leikinn í rándýrum jakkafötum sem og að um leið hann mætti hafi hann farið að borða steik á vellinum. Hann hafi haft lítinn áhuga á öðru en að vera fínn og koma vel fram.„Starfsmaður UEFA og félagar hans í stúkunni sáu og hlustuðu á dökku leikmennina í liði Englands verða fyrir rasisma. Og. Þeir. Gera. Ekkert,“ skrifar Dunn.

„Þetta er þá undir Ivan Bebek, fínum dómara leiksins að vaða í málið en hann hefur nóg á sinni könnu. Þetta er undir ungum leikmönnum komið sem komu hingað til að spila fótbolta.“

„Þetta er undir Gareth Southgate komið, stjóra sem er nú ekki bara áhyggjufullur um hvaða taktík hann á að spila heldur einnig næmni þjóðarinnar.“

„Maðurinn í Merc, sem borðaði vel hefði átt að draga liðin af velli á mánudaginn. Hann heyrði allt og sá allt. Hann sat í besta sæti vallarins. Það var bara synd að hann var örugglega að kíkja á eftirréttaseðilinn,“ skrifar grjótharður Dunn.

Greinina má lesa í heild sinni hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.