Sport

Í beinni í dag: Stórliðin á Spáni og Ítalíu í eldlínunni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lionel Messi er búinn að reima á sig markaskóna á ný eftir meiðsli.
Lionel Messi er búinn að reima á sig markaskóna á ný eftir meiðsli. Vísir/Getty

Að venju verður þéttsetinn laugardagur í dagskrá Stöðvar 2 Sports og hliðarrása, þar sem alls níu viðburðir verða í beinni útsendingu í dag.

Stórliðin á Ítalíu og Spáni eru öll að búa sig undir mikilvæga leiki í Meistaradeildinni í næstu viku og spila því öll í dag.

Það byrjar nú fyrir hádegi er Barcelona mætir í heimsókn til Eibar klukkan 11.00 en með sigri koma Börsungar sér í toppsæti deildarinnar á Spáni, að minnsta kosti þar til í kvöld er núverandi topplið Real Madrid mætir í heimsókn til Real Madrid klukkan 18.55.

Atletico Madrid er einnig í beinni útsendingu í dag, er liðið tekur á móti Valencia klukkan 14.00.

Það eru þrír leikir ítölsku 1. deildarinnar í dag og verða þeir allir í beinni útsendingu. Hæst ber viðureign toppliðs Juventus gegn Bologna sem hefst klukkan 18.45. Juventus er enn ósigrað í ítölsku deildinni eftir sigur á Inter, 2-1, í toppslagnum fyrir landsleikjahlé.

Enski boltinn er á sínum stað í hádeginu, er Blackburn tekur á móti Hudddrsfield klukkan 11.30. Síðarnefnda liðið byrjaði tímabilið illa en hefur unnið síðustu tvo leiki sína og komið sér þar með úr fallsæti.

Þá verður einnig sýnt frá mikilvægum leik í Olísdeild kvenna, er Fram freistar þess að koma sér aftur á sigurbraut eftir tapið fyrir Val í toppslagnum með sigri gegn Stjörnunni klukkan 16.00 í dag.

Að síðustu ber að nefna beina útsendingu frá PGA-mótaröðinni, sem er nú stödd í Asíu. Sýnt verður beint frá CJ Cup @ Nine Bridges klukkan 02.00 í nótt.

Að venju má finna allar upplýsingar um beinar útsendingar á Stöð 2 Sport hér.

Beinar útsendingar í dag:
10.55 Eibar - Barcelona (Sport)
11.25 Blackburn - Huddersfield (Sport 2)
12.55 Lazio - Atalanta (Sport 3)
13.55 Atletico Madrid - Valencia (Sport)
15.50 Fram - Stjarnan (Sport 2)
15.55 Napoli - Hellas Verona (Sport 3)
18.40 Juventus - Bologna (Sport 2)
18.55 Mallorca - Real Madrid (Sport)
02.00 PGA: CJ Cup @ Nine Brigdges (Stöð 2 Golf)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.