Bíó og sjónvarp

Trúðarnir Casper og Frank í tökum við Bláa Lónið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þeir félagarnir í alveg eins ullarpeysum sem eru væntanlega íslenskar.
Þeir félagarnir í alveg eins ullarpeysum sem eru væntanlega íslenskar. mynd / Halli G

Þeir Casper Christensen og Frank Hvam eru staddir hér á landi í tökum. Til þeirra sást fyrir utan Bláa Lónið og munu þeir vera að taka upp efni fyrir nýja Klovn-kvikmynd. 

Á síðasta ári kom út sjöunda þáttaröðin af Klovn og telja margir aðdáendur að sú þáttaröð hafi verið ein sú besta. 

Danirnir hafa einnig gefið út tvær kvikmyndir í tengslum við Klovn-þættina en árið 2010 kom út myndin Klovn og árið 2015 kom út Klovn: Forever. 

Grínþættirnir Klovn hófu göngu sína árið 2005 og hafa slegið rækilega í gegn meðal Íslendinga.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.