Íslenski boltinn

Sú efnilegasta framlengdi við nýliðana

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Linda Líf skoraði 22 mörk í Inkasso-deildinni í sumar.
Linda Líf skoraði 22 mörk í Inkasso-deildinni í sumar. mynd/mummi lú

Næstmarkahæsti leikmaður Inkasso-deildar kvenna í sumar, Linda Líf Boama, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Þrótt. Liðið vann Inkasso-deildina í sumar og leikur því í Pepsi Max-deildinni á næsta ári.

Linda Líf skoraði 22 mörk í 18 leikjum í Inkasso-deildinni í sumar. Aðeins Murielle Tiernan, leikmaður Tindastóls, skoraði fleiri mörk, eða 24. 

Linda Líf var ekki bara næstmarkahæst í Inkasso-deildinni heldur var hún valin efnilegasti leikmaður deildarinnar.

Auk Lindu Lífar hafa fimm leikmenn framlengt samninga sína við Þrótt út tímabilið 2021.

Þetta eru þær Andrea Rut Bjarnadóttir, Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir, Friðrika Arnardóttir og Jelena Tinna Kujundzic. Þær voru allar í stóru hlutverki hjá Þrótti á nýliðnu tímabili.

Þróttur vann 15 af 18 leikjum sínum í Inkasso-deildinni í sumar og fékk sex stigum meira en liðið í 2. sæti, FH.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.