Lífið

Næst ætlar Eddie Murphy að gera Beverly Hills Cop 4 og síðan uppistand

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eddie Murphy er nokkuð farsæll leikari en verkefnin að undanförnu hafa verið misjafnlega góð.
Eddie Murphy er nokkuð farsæll leikari en verkefnin að undanförnu hafa verið misjafnlega góð.

Á næsta ári mun framhald af kvikmyndinni Coming To America koma út með Eddie Murphy í aðalhlutverki.Nú hefur hann tjáð sig um næsta framhaldsverkefni og verður það fjórða Beverly Hills Cop myndin. Í viðtali við Collider talar Murphy einnig um þátttöku sína í SNL á næstu misserum en hann mætir aftur í þættina eftir margra ára pásu.„Við ætlum að gera Beverly Hills Cop 4 eftir Coming To America og síðan ætla ég að fara aftur á túr og vera með uppistand,“ segir Eddie Murphy í viðtali sem sjá má hér að neðan.

Fyrsta Beverly Hills Cop myndin kom út árið 1984, næsta árið 1987 og sú þriðja árið 1994.

Eddie Murphy er einn vinsælasti uppistandari sögunnar og sló í gegn með tveimur uppistandssýningum á sínum tíma. Delirious árið 1983 og síðan Raw árið 1987.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.