Lygilegur aðdragandi handtöku ökuníðings í Grafarvogi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. október 2019 15:33 Lögreglumenn höfðu hendur í hári mannsins í Grafarvogi. Fréttablaðið/Anton Brink Landsréttur hefur staðfest fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir karlmanni sem handtekinn var á mánudaginn í Grafarvogi vegna ráns, þjófnaðar, háskaaksturs, eignaspjalla og umferðarlagabrota.Í greinagerð aðstoðarsaksóknara sem fylgir kröfu um gæsluvarðhald má lesa lýsingar á akstri mannsins í aðdraganda þess að lögregla hafði hendur í hári hans. Lýsingarnar minna á atriði í bíómynd þar sem maðurinn virðist hafa ekið um götur og stíga þar sem fólk átti fótum sínum fjör að launa. Fram hefur komið að tveir til viðbótar voru með manninum í för. Þau voru yfirheyrð en ganga laus.Ók næstum á mann Þar segir að ökumaðurinn sé undir rökstuddum grun að hafa á mánudaginn stofnað á ófyrirleitinn hátt lífi eða heilsu annarra í hættu með akstri Volkswagen Golf bíls sviptur ökurétti. Þannig hafi hann ekið um göngustíg við ónefnt skíðasvæði með miklum hraða að gangandi vegfaranda sem vék sér undan með því að hoppa frá bifreiðinni. Þá hafi hann ekið bílnum inn í garð í Reykjavík og valdið skemmdum á gróðri. Þá ók hann um Laxalón í Reykjavík þar sem aksturinn endaði með umferðaróhappi þegar hann ók á annan bíl. Skipti engum toga heldur sparkaði ökumaðurinn í bílinn og réðst með ofbeldi á ökumann hins bílsins, kýldi í öxlina og hrinti í jörðina. Ökumaður hins bílsins féll við árásina á kantstein en kærði settist upp í bíl hans, tók ófrjálsri hendi og ók á brott. Börn í hættu Ökumaðurinn er ennfremur undir sterkum grun um að hafa ekið bíl hins mannsins á ófyrirleitinn hátt um Reykjavík, meðal annars um göngustíga við þannig að litlu munaði að börn yrðu fyrir bifreiðinni. Ók hann utan í annan bíl án þess að nema staðar og sinna skyldum sínum við umferðaróhappið. Ók hann umferðareyjar og gegn umferðarljósi. Var maðurinn handtekinn þennan sama dag og viðurkenndi hann háttsemi sína. Gekkst hann jafnframt við því að hafa stolið farsíma á hárgreiðslustofu í verslunarkjarnanum við Gullöldina í Foldahverfinu í Reykjavík. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að maðurinn hafi fengið reynslulausn í ágúst 2018. Hann var hins vegar úrskurðaður til að afplána eftirstöðvarnar sem hann lauk 31. ágúst síðastliðinn. Eftir það er hann talinn hafa brotið sjö sinnum af sér. Á við alvarlegan fíkniefnavanda að etja Um er að ræða þjófnað á spjaldtölvu, þjófnað og vörslu fíkniefna, innbrot í hús í Kópavogi, þjófnað í verslun í Kópavogi, þjófnað í íbúðarhúsnæði, fjársvik og fleira. Hefur hann játað hluta brotanna en mörg þeirra náðust á eftirlitsmyndavélar. Héraðsdómur bendir á í úrskurði sínum, sem Landsréttur staðfestir, að kærði eigi langan brotaferil að baki og hafi meðal annars hlotið dóma vegna auðgunarbrota. Þá kemur fram hjá kærða sjálfum að hann eigi við alvarlegan fíkniefnavanda að etja. Með vísan til þess að kærði er undir grun um að hafa framið alvarlegt ránsbrot og háskaakstursbrot, fíkniefnavanda hans og í ljósi fjölda þeirra mála sem upp hafa komið frá því að kærði lauk afplánun þann 31. ágúst síðastliðinn féllst dómurinn á kröfu um gæsluvarðhald til næstu fjögurra vikna. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Í gæsluvarðhaldi eftir bílránið í Grafarholti Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur grunaður um bílþjófnað og ógætilegan akstur. 1. október 2019 16:59 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir karlmanni sem handtekinn var á mánudaginn í Grafarvogi vegna ráns, þjófnaðar, háskaaksturs, eignaspjalla og umferðarlagabrota.Í greinagerð aðstoðarsaksóknara sem fylgir kröfu um gæsluvarðhald má lesa lýsingar á akstri mannsins í aðdraganda þess að lögregla hafði hendur í hári hans. Lýsingarnar minna á atriði í bíómynd þar sem maðurinn virðist hafa ekið um götur og stíga þar sem fólk átti fótum sínum fjör að launa. Fram hefur komið að tveir til viðbótar voru með manninum í för. Þau voru yfirheyrð en ganga laus.Ók næstum á mann Þar segir að ökumaðurinn sé undir rökstuddum grun að hafa á mánudaginn stofnað á ófyrirleitinn hátt lífi eða heilsu annarra í hættu með akstri Volkswagen Golf bíls sviptur ökurétti. Þannig hafi hann ekið um göngustíg við ónefnt skíðasvæði með miklum hraða að gangandi vegfaranda sem vék sér undan með því að hoppa frá bifreiðinni. Þá hafi hann ekið bílnum inn í garð í Reykjavík og valdið skemmdum á gróðri. Þá ók hann um Laxalón í Reykjavík þar sem aksturinn endaði með umferðaróhappi þegar hann ók á annan bíl. Skipti engum toga heldur sparkaði ökumaðurinn í bílinn og réðst með ofbeldi á ökumann hins bílsins, kýldi í öxlina og hrinti í jörðina. Ökumaður hins bílsins féll við árásina á kantstein en kærði settist upp í bíl hans, tók ófrjálsri hendi og ók á brott. Börn í hættu Ökumaðurinn er ennfremur undir sterkum grun um að hafa ekið bíl hins mannsins á ófyrirleitinn hátt um Reykjavík, meðal annars um göngustíga við þannig að litlu munaði að börn yrðu fyrir bifreiðinni. Ók hann utan í annan bíl án þess að nema staðar og sinna skyldum sínum við umferðaróhappið. Ók hann umferðareyjar og gegn umferðarljósi. Var maðurinn handtekinn þennan sama dag og viðurkenndi hann háttsemi sína. Gekkst hann jafnframt við því að hafa stolið farsíma á hárgreiðslustofu í verslunarkjarnanum við Gullöldina í Foldahverfinu í Reykjavík. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að maðurinn hafi fengið reynslulausn í ágúst 2018. Hann var hins vegar úrskurðaður til að afplána eftirstöðvarnar sem hann lauk 31. ágúst síðastliðinn. Eftir það er hann talinn hafa brotið sjö sinnum af sér. Á við alvarlegan fíkniefnavanda að etja Um er að ræða þjófnað á spjaldtölvu, þjófnað og vörslu fíkniefna, innbrot í hús í Kópavogi, þjófnað í verslun í Kópavogi, þjófnað í íbúðarhúsnæði, fjársvik og fleira. Hefur hann játað hluta brotanna en mörg þeirra náðust á eftirlitsmyndavélar. Héraðsdómur bendir á í úrskurði sínum, sem Landsréttur staðfestir, að kærði eigi langan brotaferil að baki og hafi meðal annars hlotið dóma vegna auðgunarbrota. Þá kemur fram hjá kærða sjálfum að hann eigi við alvarlegan fíkniefnavanda að etja. Með vísan til þess að kærði er undir grun um að hafa framið alvarlegt ránsbrot og háskaakstursbrot, fíkniefnavanda hans og í ljósi fjölda þeirra mála sem upp hafa komið frá því að kærði lauk afplánun þann 31. ágúst síðastliðinn féllst dómurinn á kröfu um gæsluvarðhald til næstu fjögurra vikna.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Í gæsluvarðhaldi eftir bílránið í Grafarholti Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur grunaður um bílþjófnað og ógætilegan akstur. 1. október 2019 16:59 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Sjá meira
Í gæsluvarðhaldi eftir bílránið í Grafarholti Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur grunaður um bílþjófnað og ógætilegan akstur. 1. október 2019 16:59