Fótbolti

Messi íhugaði að yfirgefa Barcelona eftir að hafa verið dæmdur fyrir skattsvik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Messi í leiknum gegn Sevilla um helgina þar sem hann skoraði frábært mark.
Messi í leiknum gegn Sevilla um helgina þar sem hann skoraði frábært mark. vísir/getty
Lionel Messi, sem hefur verið kjörinn besti leikmaður fimm sinnum og fyrirliði Barcelona, íhugaði að yfirgefa spænska stórliðið árið 2013.

Sá argentínski hefur verið hjá Barcelona síðan hann var þrettán ára gamall og er markahæsti leikmaður í sögu félagsins.

Hann lenti í skattinum á Spáni árið 2013 og honum fannst það ósanngjarnt. Hann var fundinn sekur um að svíkja rúmlega 4 milljónir evra undan skatti á árunum 2007 til 2009.

„Á þeim tíma þá hugsaði ég um að yfirgefa félagið. Ekki útaf Barcelona heldur vildi ég ekki vera lengur á Spáni. Mér fannst illa farið með mig og ég vildi ekki vera hérna lengur,“ sagði Messi.







„Ég opnaði dyrnar fyrir mörgum félögum en fór aldrei á fund með neinum því innst inni vissu allir að ég vildi vera áfram hjá Barcelona.“

„Ég var sá fyrsti í röðinni og þess vegna voru þeir svona harðir við mig. Þeir sýndu á mér hvað gæti gerst fyrir aðra og þetta voru erfiðir tímar,“ sagði þessi magnaði fótboltamaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×