Tíska og hönnun

Kynna bleika línu til styrktar baráttunni við brjóstakrabbamein

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Safnast hafa um 18 milljónir frá upphafi með hjálp viðskiptavina Lindex
Safnast hafa um 18 milljónir frá upphafi með hjálp viðskiptavina Lindex
Í samstarfi við Bleiku slaufuna frumsýnir Lindex línu sem samanstendur af fallegum fatnaði sem gengur við öll tilefni þar sem mynstur og prjónapeysur eru áberandi. Samkvæmt tilkynningu frá Lindex hafa verslanirnar á Íslandi safnað rúmlega 18 milljónum fyrir þennan málstað.„Við hjá Lindex viljum styrkja og efla konur því þegar allar standa saman, verðum við enn sterkari.  Við höfum hannað línu með flíkum sem henta við öll tilefni og hægt er að nota á mismunandi vegu. Við vonum að í línunni geti allar konur geti fundið sitt uppáhald sem passar við þeirra  persónulega stíl. Línan er hönnuð fyrir góðan málstað og er í takt við það sem við hjá Lindex stöndum fyrir,“ segir Pia Ekholm, hönnunar- og innkaupastjóri hjá Lindex.

Lindex
Bleika línan í ár samanstendur af 19 flíkum, mjúkum prjónaflíkum, stílhreinum blússum, pilsum, kjólum, fallegum mynstrum og fylgihlutum. Flíkurnar passa fullkomlega í haustfataskápinn og það er auðvelt að setja þær saman á ólíka vegu. Lindex hefur þar að auki hannað sérstakt armband og fjölnota poka en allur ágóði af sölu þess rennur til styrktar Krabbameinsfélags Íslands. Lindex mun einnig selja Bleiku Slaufuna í öllum verslunum sínum samkvæmt fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Í október renna tíu prósent af sölu línunnar til styrktar baráttu Krabbameinsfélags Íslands við brjóstakrabbamein hér á landi. Segir enn fremur að Lindex hafi stutt dyggilega við Krabbameinsfélag Íslands síðustu sjö ár og hafi tileinkað októbermánuð baráttunni. Með hjálp viðskiptavina sinna hefur Lindex á Íslandi safnað rúmlega 18 milljónum króna til styrktar baráttunni gegn brjóstakrabbameini.Forsala á bleiku línunni hefst með bleiku boði kl. 11 í Lindex Kringlunni á morgun. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.