Erlent

Þetta eru nýju lestar­stöðvar Kaup­manna­hafnar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Áætlað er að tvöfalt fleiri farþegar muni nýta sér Metro-lestarkerfi Kaupmannahafnar með tilkomu Cityringen. Þessi mynd er tekin á stöðinni København H, einni af nýju stöðvunum.
Áætlað er að tvöfalt fleiri farþegar muni nýta sér Metro-lestarkerfi Kaupmannahafnar með tilkomu Cityringen. Þessi mynd er tekin á stöðinni København H, einni af nýju stöðvunum. Epa/Ida Marie Odgaard
Sautján nýjar stöðvar í Metro-lestarkerfi Kaupmannahafnar voru opnaðar í gær við hátíðlega athöfn. Stöðvarnar marka nýjan samgönguás í kerfinu, sem fengið hefur nafnið Cityringen, og tengir miðborgina við Austurbrú, Norðurbrú, Vesturbrú auk Friðriksbergs.

Sjá einnig: Danir flykktust ofan í nýjar neðan­jarðar­lestir í gær



Framkvæmdir við Cityringen hafa staðið yfir undanfarin 8 ár og er ekki endanlega lokið. Þó sér fyrir endann á framkvæmdunum sem sagðar eru þær umfangsmestu í Kaupmannahöfn í 400 ár, þegar Kristján 4. Danakonungur lét byggja upp Kristjánshöfn. Kostnaðurinn við Cityringen er sagður rúmlega 22 milljarðar danskra króna, um 400 milljarðar íslenskra króna.

Svona er Metro-lestarkerfið teiknað upp, eftir tilkomu Cityringen.Metro
Metro-kerfið var kynnt til sögunnar árið 2002 og samanstendur af sjálfkeyrandi léttlestum sem aka að mestu neðanjarðar á lestarteinum. Stöðvarnar eru nú 37 talsins í það heila og verða orðnar 44 árið 2024.

Rúmlega milljón manns nota vagnana vikulega en ætlað er að með tilkomu nýju Cityringen-leiðarinnar muni farþegafjöldinn tvöfaldast. Strax á næsta ári er áætlað að Metro-kerfið muni flytja um 122 milljónir farþega árlega.

Hér að neðan má sjá myndir af nýju lestarstöðvunum 17, sem fengnar eru með leyfi Metro í Kaupmannahöfn. Á vef danska ríkisútvarpsins má jafnframt nálgast umsagnir arkitektsins Jahn Gehl um stöðvarnar, en honum þykir mikið til þeirra koma enda hver með sínu sniði.

Aksel Møllers HaveMetro
Enghave PladsMetro
Frederiksberg AlléMetro
Frederiksberg.metro
Gammel StrandMetro
Kongens NytorvMetro
MarmorkirkenMetro
Metro
Metro
Metro
Metro
Metro
Metro
Metro
Metro
Metro



Fleiri fréttir

Sjá meira


×