Lífið

Ungur íslenskur knattspyrnulýsari slær í gegn

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Það eru rakettur út um allt!“ sagði Axel Valsson meðal annars í frábærri lýsingu.
„Það eru rakettur út um allt!“ sagði Axel Valsson meðal annars í frábærri lýsingu.
Knattspyrnuliðið Leiknir Fáskrúðsfjörður tryggði sér upp í Inkasso-deildina í knattspyrnu um helgina þegar liðið vann Fjarðabyggð 3-1 í lokaumferðinni.

Liðið endaði með því að vinna 2. deildina með 46 stig eftir 22 leiki. Rosaleg fagnaðarlæti brutust út á Eskjuvelli á Eskifirði þegar flautað var til leiksloka á laugardaginn eins og sjá má á myndbandi sem Leiknir F. deilir á Twitter.

Klippa: Fór hamförum þegar Leiknir vann


Ungur drengur að nafni Axel Valsson lýsti leiknum og fór hann hamförum í leikslok. Innlifun og einlægni eins og góður íþróttalýsari þarf.

Myndbandið hefur slegið í gegn og hefur verið horft á það mörg þúsund sinnum þegar þessi grein er skrifuð.

 



Hér fyrir neðan má sjá lokaniðurstöðuna í 2. deild. Vestri fylgir Leikni upp í Inkasso-deildina að ári en Knattspyrnufélag Garðabæjar og Tindastóll fara niður í þá þriðju.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×