Lífið

Ungur íslenskur knattspyrnulýsari slær í gegn

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Það eru rakettur út um allt!“ sagði Axel Valsson meðal annars í frábærri lýsingu.
„Það eru rakettur út um allt!“ sagði Axel Valsson meðal annars í frábærri lýsingu.

Knattspyrnuliðið Leiknir Fáskrúðsfjörður tryggði sér upp í Inkasso-deildina í knattspyrnu um helgina þegar liðið vann Fjarðabyggð 3-1 í lokaumferðinni.

Liðið endaði með því að vinna 2. deildina með 46 stig eftir 22 leiki. Rosaleg fagnaðarlæti brutust út á Eskjuvelli á Eskifirði þegar flautað var til leiksloka á laugardaginn eins og sjá má á myndbandi sem Leiknir F. deilir á Twitter.

Klippa: Fór hamförum þegar Leiknir vann


Ungur drengur að nafni Axel Valsson lýsti leiknum og fór hann hamförum í leikslok. Innlifun og einlægni eins og góður íþróttalýsari þarf.

Myndbandið hefur slegið í gegn og hefur verið horft á það mörg þúsund sinnum þegar þessi grein er skrifuð.
 

Hér fyrir neðan má sjá lokaniðurstöðuna í 2. deild. Vestri fylgir Leikni upp í Inkasso-deildina að ári en Knattspyrnufélag Garðabæjar og Tindastóll fara niður í þá þriðju.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.