Nauðsynlegt að ræða offitu hjá þunguðum konum Elín Albertsdóttir skrifar 25. september 2019 16:30 Kjörþyngd eða sem næst henni er langbest fyrir konur á meðgöngu. Rannsókn sem gerð var í Noregi sýnir að of þungar konur fá oftar fylgikvilla á meðgöngu en þær sem eru í kjörþyngd. Þetta er vandamál sem ljósmæðrum er kunnugt um. Samkvæmt rannsókninni voru 35 prósent kvenna sem fæddu börn í Noregi árið 2018 of þung eða í yfirvigt. Linn Marie Sørbye ljósmóðir hefur rannsakað þyngd barnshafandi kvenna og tengsl offitu við heilsu móður og barns í doktorsritgerð Kjörþyngd eða sem næst henni er langbest fyrir konur á meðgöngu. Það eru frekar líkur á eðlilegri meðgöngu og fæðingu sé konan í réttri þyngd. Best er þegar BMI-þyngdarstuðull er normal í upphafi meðgöngu. Það er bæði jákvætt fyrir barnið og móðurina. Kjörþyngd á meðgöngu getur komið í veg fyrir meðgöngueitrun, háan blóðþrýsting og meðgöngusykursýki. Linn Marie hefur líka áhyggjur af breytingum á þyngd á milli fyrstu og annarrar meðgöngu. Oft þyngjast konur mikið á þeim tíma sem líður á milli og þá eru þær í meiri hættu á að fá meðgöngusykursýki á annarri meðgöngu. Ef kona fær meðgöngusykursýki er líkaminn ekki fær um að vinna með sykur í blóði eins og hann ætti að gera. Þá hækkar blóðsykurinn mikið hjá móðurinni og barnið vex of hratt. Sýnt hefur verið fram á að þessi börn eru viðkvæmari fyrir ofþyngd síðar á ævinni. Rannsókn Linn Marie og samstarfsmanna hennar er byggð á upplýsingum um fyrstu og aðra meðgöngu 24.198 mæðra, fengnum úr læknaskýrslum í Noregi. Af þessum mæðrum voru 439 greindar með meðgöngusykursýki á annarri meðgöngu. Á sama tíma geta þær konur sem eru of þungar á fyrstu meðgöngu en léttast eftir hana fengið heilsufarslegan ávinning áður en þær verða þungaðar að nýju. Sjáanlegur munur var á heilsunni á annarri meðgöngu ef konur höfðu létt sig.Huga þarf að mataræðinu á meðgöngu. Ekki er gott að þyngjast mikið.„Það bendir til þess að það sé hægt að gera eitthvað í málinu,“ segir Linn Marie. „Þetta á samt ekki við um að létta sig á meðgöngu. Við mælum ekki með að konur fari í stranga megrun á meðgöngu. Að sama skapi er ekki gott að þyngjast mikið á meðgöngu. Til eru alþjóðlegar ráðleggingar um það hversu mikið barnshafandi konur ættu að þyngjast á meðgöngu. Þær ætti að hafa þær til hliðsjónar en ekki skapa áhyggjur. Könnun sem birt var í British Medical Journal árið 2017 sýndi að konur sem fengu persónulega aðstoð varðandi næringu og líkamsrækt á meðgöngu þyngdust minna að meðaltali og upplifðu færri fylgikvilla á meðgöngu og í fæðingu. Konur eru almennt meðvitaðar um offituvandamál og vita hvað er hollt eða óhollt. Þekkingin er til staðar en við hegðum okkur ekki alltaf samkvæmt henni. Persónuleg aðstoð á meðgöngu um næringu og hreyfingu er ekki veitt í mæðravernd í Noregi. Linn telur að auka ætti þá fræðslu. Hún segir að ljósmæður verði að þora að ræða þessa hluti við verðandi mæður. „Mikilvægt er að huga að heilsu konunnar á meðgöngu og þar skiptir ofþyngd miklu máli. Góð lýðheilsa skiptir allt samfélagið máli og leggja þarf áherslu á forvörn, til dæmis hvetja meira til hreyfingar og hollrar fæðu.“ Þetta kemur fram í grein á vefnum forskning.no. Íslendingar er engu skárri en Norðmenn á þessu sviði. Ekki er vitað um nýlega könnun en íslensk rannsókn var birt í Læknablaðinu árið 2010 þar sem greint var frá áhyggjum vegna ofþyngdar kvenna á meðgöngu. Þar kom fram að offita hefði óæskileg áhrif á heilsufar verðandi mæðra og barna þeirra. Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Menning Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira
Rannsókn sem gerð var í Noregi sýnir að of þungar konur fá oftar fylgikvilla á meðgöngu en þær sem eru í kjörþyngd. Þetta er vandamál sem ljósmæðrum er kunnugt um. Samkvæmt rannsókninni voru 35 prósent kvenna sem fæddu börn í Noregi árið 2018 of þung eða í yfirvigt. Linn Marie Sørbye ljósmóðir hefur rannsakað þyngd barnshafandi kvenna og tengsl offitu við heilsu móður og barns í doktorsritgerð Kjörþyngd eða sem næst henni er langbest fyrir konur á meðgöngu. Það eru frekar líkur á eðlilegri meðgöngu og fæðingu sé konan í réttri þyngd. Best er þegar BMI-þyngdarstuðull er normal í upphafi meðgöngu. Það er bæði jákvætt fyrir barnið og móðurina. Kjörþyngd á meðgöngu getur komið í veg fyrir meðgöngueitrun, háan blóðþrýsting og meðgöngusykursýki. Linn Marie hefur líka áhyggjur af breytingum á þyngd á milli fyrstu og annarrar meðgöngu. Oft þyngjast konur mikið á þeim tíma sem líður á milli og þá eru þær í meiri hættu á að fá meðgöngusykursýki á annarri meðgöngu. Ef kona fær meðgöngusykursýki er líkaminn ekki fær um að vinna með sykur í blóði eins og hann ætti að gera. Þá hækkar blóðsykurinn mikið hjá móðurinni og barnið vex of hratt. Sýnt hefur verið fram á að þessi börn eru viðkvæmari fyrir ofþyngd síðar á ævinni. Rannsókn Linn Marie og samstarfsmanna hennar er byggð á upplýsingum um fyrstu og aðra meðgöngu 24.198 mæðra, fengnum úr læknaskýrslum í Noregi. Af þessum mæðrum voru 439 greindar með meðgöngusykursýki á annarri meðgöngu. Á sama tíma geta þær konur sem eru of þungar á fyrstu meðgöngu en léttast eftir hana fengið heilsufarslegan ávinning áður en þær verða þungaðar að nýju. Sjáanlegur munur var á heilsunni á annarri meðgöngu ef konur höfðu létt sig.Huga þarf að mataræðinu á meðgöngu. Ekki er gott að þyngjast mikið.„Það bendir til þess að það sé hægt að gera eitthvað í málinu,“ segir Linn Marie. „Þetta á samt ekki við um að létta sig á meðgöngu. Við mælum ekki með að konur fari í stranga megrun á meðgöngu. Að sama skapi er ekki gott að þyngjast mikið á meðgöngu. Til eru alþjóðlegar ráðleggingar um það hversu mikið barnshafandi konur ættu að þyngjast á meðgöngu. Þær ætti að hafa þær til hliðsjónar en ekki skapa áhyggjur. Könnun sem birt var í British Medical Journal árið 2017 sýndi að konur sem fengu persónulega aðstoð varðandi næringu og líkamsrækt á meðgöngu þyngdust minna að meðaltali og upplifðu færri fylgikvilla á meðgöngu og í fæðingu. Konur eru almennt meðvitaðar um offituvandamál og vita hvað er hollt eða óhollt. Þekkingin er til staðar en við hegðum okkur ekki alltaf samkvæmt henni. Persónuleg aðstoð á meðgöngu um næringu og hreyfingu er ekki veitt í mæðravernd í Noregi. Linn telur að auka ætti þá fræðslu. Hún segir að ljósmæður verði að þora að ræða þessa hluti við verðandi mæður. „Mikilvægt er að huga að heilsu konunnar á meðgöngu og þar skiptir ofþyngd miklu máli. Góð lýðheilsa skiptir allt samfélagið máli og leggja þarf áherslu á forvörn, til dæmis hvetja meira til hreyfingar og hollrar fæðu.“ Þetta kemur fram í grein á vefnum forskning.no. Íslendingar er engu skárri en Norðmenn á þessu sviði. Ekki er vitað um nýlega könnun en íslensk rannsókn var birt í Læknablaðinu árið 2010 þar sem greint var frá áhyggjum vegna ofþyngdar kvenna á meðgöngu. Þar kom fram að offita hefði óæskileg áhrif á heilsufar verðandi mæðra og barna þeirra.
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Menning Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira