Sport

Ólympíumeistari dæmdur í bann eftir að sterar fundust í átta ára gömlu sýni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dilshod Nazarov með gullmedalíuna sína.
Dilshod Nazarov með gullmedalíuna sína. vísir/getty

Dilshod Nazarov, Ólympíumeistari í sleggjukasti, hefur verið dæmdur í tímabundið bann vegna ólöglegrar lyfjanotkunar.

Sýni frá HM 2011, sem var endurprófað, innihélt stera.

Ekki liggur fyrir hversu langt bann Nazarov fær en hann missir allavega af HM í frjálsum íþróttum sem hefst í Doha í Katar á föstudaginn.

Nazarov vann silfur á HM 2015 í Peking. Ári seinna vann hann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Ríó.

Nazarov, sem er 37 ára, er eini íþróttamaðurinn frá Tadsíkistan sem hefur unnið Ólympíugull.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.