Sport

Sjáðu Gunnar og Burns á vigtinni

Henry Birgir Gunnarsson í Kaupmannahöfn skrifar
Svona var stemningin í morgun.
Svona var stemningin í morgun. vísir/snorri björns
Gunnar Nelson og Gilbert Burns náðu báðir löglegri þyngd er þeir stigu á vigtina í morgun. Bardagi þeirra er því formlega staðfestur.

Gunnar kom á vigtina eftir um 40 mínútur og var slétt 170 pund. Ekkert mál.

Burns var síðastur allra á vigtina og hafði smá áhyggjur að vera rétt yfir. Hann slapp þó með 171 pund og var ansi ánægður með það.

Sjá má þá á vigtinni hér að neðan.

Bardagi Gunnars og Burns er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun og hefst útsending klukkan 18.00.



Klippa: Gunnar og Burns á vigtinni
MMA

Tengdar fréttir

Burns: Gunnar er með marga veikleika

Brasilíumaðurinn Gilbert Burns er mjög spenntur fyrir komandi bardaga gegn Gunnari Nelson. Hann er handviss um að þetta verði hans kvöld því hann sér veikleika í stíl Gunnars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×