Sport

Stórsér enn á Oliveira tæpu ári frá því hann lenti í "rakvélablöðum“ Gunnars Nelson

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Oliveira verður líklega með þetta ör á milli augnanna frá Gunnari til æviloka.
Oliveira verður líklega með þetta ör á milli augnanna frá Gunnari til æviloka. vísir/snorri björns
Brasilíumaðurinn Alex Oliveira er í Köben en hann fór mjög illa út úr bardaga sínum gegn Gunnari Nelson í Toronto. Vísir heilsaði upp á kappann.

„Þetta verður erfiður bardagi. Ég kom vel undirbúinn og ætla mér sigur,“ sagði Oliveira með hjálp vinar síns Alex Davis sem túlkar allt fyrir hann. Brasilíski kúrekinn opnar aðalhluta kvöldsins er hann mætir Dananum Nicolas Dalby.

Við spurðum Brassann svo út í bardaga Gunnars og Gilbert Burns.

„Ég vil horfa á þennan bardaga því ég hef barist við báða þessa gæa. Burns er sterkari standandi en Gunnar góður í gólfinu,“ sagði Oliveira en hann spáir landa sínum og vini, Burns, sigur. Hvað annað?

Það var í byrjun desember sem Gunnar Nelson fór illa með Brasilíumanninn. Opnaði á honum ennið með olnbogum og þurfti að sauma 48 spor í höfuð Oliveira. Það stórsér enn á honum.

„Þetta er stríðsör en ég mun ná þessu til baka á einhverjum öðrum,“ sagði Oliveira og brosti um leið og hann sýndi okkur brennimerkingu Gunnars á enninu.

Bardagi Gunnars og Gilbert Burns fer fram næstkomandi laugardagskvöld á besta tíma í beinni á Stöð 2 Sport.



Klippa: Alex Olivera ræðir bardaga Gunnars og Burns
MMA

Tengdar fréttir

Maður er alltaf að brýna alla sína hnífa

Gunnar Nelson er orðinn 31 árs gamall og með hækkandi aldri kemur meiri reynsla. Okkar maður hefur gengið í gegnum súrt og sætt síðustu árin en hvað hefur hann lært?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×