Sport

Gunnar: Væri rosalega gaman að ná uppgjafartaki á Burns

Henry Birgir Gunnarsson í Kaupmannahöfn skrifar
Gunnar í viðtali hjá UFC í gær.
Gunnar í viðtali hjá UFC í gær. vísir/snorri björns
Gunnar Nelson fer ekkert leynt með það að stefnan sé að klára Brasilíumanninn Gilbert Burns á laugardag en ekki setja bardagann í hendurnar á dómurunum.

„Ég reyni alltaf að klára bardagana mína og mun líka gera það núna,“ sagði Gunnar við Vísi í gær.

„Hvernig það verður veit ég ekki alveg. Það væri rosalega gaman að „subba“ hann (ná uppgjafartaki) en það er örugglega smá tugga. Það er spurning hvort við finnum út úr því.“

Burns er margfaldur heimsmeistari í brasilísku jiu jitsu og því væri það mikill sigur hjá honum ef hann næði uppgjafartaki gegn Brasilíumanninum.

Bardagi Gunnars og Gilbert Burns verður í beinni á besta tíma næstkomandi laugardagskvöld á Stöð 2 Sport.



Klippa: Gunnar vill hengja Burns
MMA

Tengdar fréttir

Burns: Gunnar hentar mér vel

Brasilíumaðurinn Gilbert Burns er mættur til Kaupmannahafnar þar hann mun berjast við Gunnar Nelson á laugardag. Hann mætti í toppformi þó svo hann hafi tekið bardagann með skömmum fyrirvara.

Gunnar: Burns er öflugri en Alves

Gunnar Nelson stígur inn í búrið í Kaupmannahöfn næstkomandi laugardag er hann berst við Brasilíumanninn Gilbert Burns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×