Opna sögusýningu í tilefni af 70 ára afmæli Þróttar Atli Ísleifsson skrifar 27. september 2019 12:32 Vaskir menn við undirbúning sögusýningarinnar í Laugardal. Mynd/Sigurlaugur Ingólfsson Sérstök sögusýning verður opnuð í tilefni af sjötíu ára afmæli Knattspyrnufélagsins Þróttur sem fagnað er um þessar mundir. Félagið var stofnað í bragga við Ægisíðu vestur í bæ, þann 5. ágúst 1949. Félagið hefur staðið fyrir margs konar viðburðum á afmælisárinu og á morgun, laugardaginn 28. september, verður opnuð sérstök sögusýning í félagsheimili Þróttar í Laugardal. Sigurlaugur Ingólfsson, sem fer fyrir minja- og sögunefnd félagsins, segir að undirbúningur að sýningunni hafi staðið frá því snemma á þessu ári. „Félagar hafa verið duglegir að gefa til félagsins, eða lána, gripi, myndir og annað sem tengist sögu okkar,“ segir Sigurlaugur. Gunnar Baldursson, leikmyndateiknari hjá Sjónvarpinu til margra ára, á heiðurinn á útliti sýningarinnar og má segja að gestir gangi í gegnum eins konar „minningaskóg“ af uppblásnum myndum úr starfi félagsins. Sýningin opnar klukkan 16 og verður boðið upp á kaffi og kleinur í tilefni dagsins. Gestir geta svo skoðað sýninguna næstu tvær vikur milli klukkan 11 og 17. Reykjavík Tímamót Mest lesið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Fleiri fréttir Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Sérstök sögusýning verður opnuð í tilefni af sjötíu ára afmæli Knattspyrnufélagsins Þróttur sem fagnað er um þessar mundir. Félagið var stofnað í bragga við Ægisíðu vestur í bæ, þann 5. ágúst 1949. Félagið hefur staðið fyrir margs konar viðburðum á afmælisárinu og á morgun, laugardaginn 28. september, verður opnuð sérstök sögusýning í félagsheimili Þróttar í Laugardal. Sigurlaugur Ingólfsson, sem fer fyrir minja- og sögunefnd félagsins, segir að undirbúningur að sýningunni hafi staðið frá því snemma á þessu ári. „Félagar hafa verið duglegir að gefa til félagsins, eða lána, gripi, myndir og annað sem tengist sögu okkar,“ segir Sigurlaugur. Gunnar Baldursson, leikmyndateiknari hjá Sjónvarpinu til margra ára, á heiðurinn á útliti sýningarinnar og má segja að gestir gangi í gegnum eins konar „minningaskóg“ af uppblásnum myndum úr starfi félagsins. Sýningin opnar klukkan 16 og verður boðið upp á kaffi og kleinur í tilefni dagsins. Gestir geta svo skoðað sýninguna næstu tvær vikur milli klukkan 11 og 17.
Reykjavík Tímamót Mest lesið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Fleiri fréttir Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira